Sport

Ólympíumeistari stór­slasaður eftir grjót­hrun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laura Dahlmeier var hætt að keppa í skíðaskotfimi fyrir sex árum en starfaði sem leiðsögðumaður og sem sérfræðingur í sjónvarpi.
Laura Dahlmeier var hætt að keppa í skíðaskotfimi fyrir sex árum en starfaði sem leiðsögðumaður og sem sérfræðingur í sjónvarpi. Getty/Kevin Voigt

Þýska skíðaskotfimigoðsögnin Laura Dahlmeier slasaðist illa í fjallgöngu í Pakistan en óttast er um líf hennar.

Dahlmeier er 31 árs gömul og skíðin eru fyrir nokkru komin upp á hillu.

Hún var í skemmtigöngu í Karakoram fjöllunum í Pakistan þegar hún lenti í grjóthruni. Atvikið gerðist í 5700 metra hæð.

Marina Eva, félagi hennar í göngunni lét vita af slysinu en atvikið var í hádeginu á mánudaginn. Björgunarstörf fóru strax í gang.

Alþjóðleg fjallabjörgunarsveit stjórnaði aðgerðum en fengu aðstoð frá reyndum fjallamönnum á svæðinu. Þegar síðast fréttist þá höfðu björgunarmenn ekki tekist að komast til hennar en fresta varð aðgerðum vegna myrkurs. Hún er á mjög erfiðum og óaðgengilegum stað í mikilli hæð.

ZDF fjallar um málið og segir að Dahlmeier sér stórslösuð. Þyrla flaug yfir svæðið og sá engin lífsmörk með henni.

Dahlmeier er vanur fjallamaður og með réttindi sem leiðsögumaður í fjallgöngum. Hún er frá Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum og þekki því vel til að klífa fjöll.

Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu.

Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×