Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2025 14:41 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagðist í viðtali í Viðskiptamogganum í dag ekki útiloka að flugfélagið dragi sig alfarið út af íslenskum markaði, verði samkeppni hér á landi óbærileg. Í samtali við fréttastofu segir hann þetta einfaldlega eina af mörgum mögulegum sviðsmyndum sem geti komið upp í flugrekstri. Planið sé hins vegar óbreytt. „Sem er að vera með fjórar vélar á Íslandi og svo sex sem við erum að fljúga annars staðar fyrir aðra flugrekendur. Það er auðvitað hægt að leika sér með einhverjar sviðsmyndir hingað og þangað; að við förum aftur að fljúga til Bandaríkjanna, stækkum aftur eða minnkum meira,“ segir Einar en ítrekar að grunnsviðsmyndin sé óbreytt. Fjórum flugvélum Play verður flogið til og frá Íslandi í breyttu leiðarkerfi.Play Félagið stefnir að því að fljúga einungis undir maltneksku flugrekstrarleyfi og stendur nú í breytingum á leiðarkerfi sínu. Frá Íslandi verður lögð áhersla á að fljúga suður á bóginn. „Með haustinu munum við hætta með Norður-Ameríkuflugið og þá er sumu leyti sjálfhætt með margar af Norður-Evrópu borgunum líka vegna þess að farþegarnir þar hafa margir hverjir verið á leiðinni yfir hafið. Við munum eitthvað halda áfram með Norður-Evrópu, Danmörku og eitthvað fleira, en fókusinn verður á suðrið,“ segir Einar en ferðir félagsins til London, Parísar, Berlínar, Amsterdam og Dublin leggjast af í haust. Þá verður hvorki flogið til Varsjár né Prag og einungis tvisvar í viku til Kaupmannahafnar. Play sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku þar sem búist er við því að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum.Vísir/Vilhelm Eftir tvær vikur fer fram hluthafafundur Play þar sem óskað verður eftir samþykki hluthafa fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 2,4 milljarða króna. Þetta var ákveðið eftir að fallið var frá yfirtökutilboði í félagið sem sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku. Einar segir þetta mikilvægan lið í að styrkja reksturinn. „Það hefur auðvitað ekki allt gengið upp sem við höfum áformað. Erum nýlega búin að tilkynna um útgáfu skuldabréfsins sem síðan verður samþykkt á hluthafafundi. Þessi útgáfa er til þess fallin að tryggja rekstur félagsins áfram og ef fólk les rétt í þetta ætti hún að vera til þess að sefa áhyggjur ef einhverjar voru. Við erum auðvitað að gera þessar breytingar til þess að komast út úr þessum ólgusjó sem baráttan á Atlantshafinu er og sigla félaginu í minni óróleika,“ segir Einar. „Ég held að það sé öllum ljóst að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska neytendur að Play sé til staðar.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Bretland England Frakkland Þýskaland Ferðalög Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira