„Komið nóg af áföllum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 20:30 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ívar Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira