Fótbolti

Fá­rán­leg hegðun á Hlíðar­enda: Plast­glas í höfuð og miðfingur á loft

Valur Páll Eiríksson skrifar
Miðfingurinn fór á loft eftir viðskipti mannanna.
Miðfingurinn fór á loft eftir viðskipti mannanna. Sýn Sport

Hegðun stuðningsmanns litáíska liðsins Kauno Zalgiris undir lok leiks liðsins við Val á Hlíðarenda í gærkvöld vakti litla kátínu meðal stuðningsmanna Vals. Hann fékk að launum plastglas í höfuðið.

Zalgiris vann nauman 2-1 sigur á Val í gær, einvígið samanlagt 3-2, og fer því áfram í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar en Evrópuvegferð Valsmanna lokið í ár.

Klippa: Fáránleg hegðun aðdáanda Kauno Zalgiris

Einn stuðningsmanna litáíska liðsins tók upp á því að hlaupa yfir til stuðningsmanna Vals með fána undir lok leiks í gær. Hann fékk að launum plastglas í höfuðið.

Hann launaði það með löngutöng á loft, hélt svo áfram að flagga fánanum og rak hann í höfuð barns. Hann bað barnið afsökunar áður en fánanum var flaggað einu sinni til og miðfingurinn var þá reistur aftur á loft í átt að Valsmönnum í stúkunni.

Þessa stórfurðulegu atburðarrás má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×