Innlent

Fundu engan hvíta­björn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar.
Mynd frá eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan

Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum.

Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum en þar segir að flogið hafi verið meðal annars yfir Hlöðuvík, Hornvík suður að Dröngum, Jökulfirði og Höfðaströnd.

Flugið hafi tekið um tvær klukkustundir, og engan hvítabjörn hafi verið að sjá eða ummerki um landtöku.

„Eins og reynslan hefur sýnt okkur í gegnum tíðina getum við ekki útilokað að einhvern tíma birtist hvítabjörn við eða á landi. Hvatt er til aðgæslu og eins að gera yfirvöldum viðvart ef grunur um slíkt vaknar. Annað hvort lögregluna eða Landhelgisgæslunna, í gegnum síma Neyðarlínunnar 112.“

Farið var í eftirlitsflugið vegna þriggja vikna gamals myndbands sem birtist á samfélagsmiðlum í vikunni, þar sem skipverjar á fiskveiðiskipi sáu hvítabjörn um 50 sjómílum norðvestur af Straumnesi á Hornströndum.

Flogið var meðal annars yfir Hlöðuvík, Hornvík suður að Dröngum, Jökulfirði og Höfðaströnd.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit

Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað vestur á firði á tíunda tímanum í morgun þar sem hún mun sinna hvítabjarnareftirliti í samstarfi við lögregluna á Vestfjörðum.

Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×