Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2025 21:21 Stífla Skeiðsfossvirkjunar er þrjátíu metra há. Fyrir innan er dalurinn sem fór á kaf í Stífluvatn. Sigurjón Ólason Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. „Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp,“ segir í tilkynningu Orkusölunnar, sem býður upp á ókeypis rútuferð frá Ráðhústorginu á Siglufirði klukkan 10:30. Skráning í rútuna er í gegnum heimasíðu Orkusölunnar. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945.Sigurjón Ólason Þar segir að afmælisveislan fari fram í fallegu og skógi vöxnu umhverfi við stöðvarhúsið. Veitingar verði í boði á svæðinu frá klukkan ellefu; grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi. Fyrir börnin verði boðið upp á leiktæki; hoppukastala, kubb og pétanque. Sigtryggur Kristjánsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, mun sýna gestum virkjunina og spjalla um sögu hennar og starfsemi. Sýning verður í stöðvarhúsinu og boðið upp á göngu að stíflunni. Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalum. Málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar.Kristinn G. Jóhannsson Rafveita Siglufjarðar hóf að reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. Hún var þá hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og lengi hæsta stífla á Íslandi. Hún kostaði hins vegar einhverjar mestu fórnir sem um getur í virkjanasögu landsins. Túnum og engjum sjö sveitabæja var sökkt og búsetan lagðist af, eins og fjallað er um í þessari frétt: Skagafjörður Fjallabyggð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22 Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp,“ segir í tilkynningu Orkusölunnar, sem býður upp á ókeypis rútuferð frá Ráðhústorginu á Siglufirði klukkan 10:30. Skráning í rútuna er í gegnum heimasíðu Orkusölunnar. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945.Sigurjón Ólason Þar segir að afmælisveislan fari fram í fallegu og skógi vöxnu umhverfi við stöðvarhúsið. Veitingar verði í boði á svæðinu frá klukkan ellefu; grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi. Fyrir börnin verði boðið upp á leiktæki; hoppukastala, kubb og pétanque. Sigtryggur Kristjánsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, mun sýna gestum virkjunina og spjalla um sögu hennar og starfsemi. Sýning verður í stöðvarhúsinu og boðið upp á göngu að stíflunni. Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalum. Málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar.Kristinn G. Jóhannsson Rafveita Siglufjarðar hóf að reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. Hún var þá hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og lengi hæsta stífla á Íslandi. Hún kostaði hins vegar einhverjar mestu fórnir sem um getur í virkjanasögu landsins. Túnum og engjum sjö sveitabæja var sökkt og búsetan lagðist af, eins og fjallað er um í þessari frétt:
Skagafjörður Fjallabyggð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22 Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15
Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28