Enski boltinn

Fær ekki nýjan samning eftir fót­brotið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Michail Antonio lenti í slæmu bílslysi í desember. 
Michail Antonio lenti í slæmu bílslysi í desember.  West Ham United FC/West Ham United FC via Getty Images

Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári.

Antonio fótbrotnaði í bílslysinu síðastliðinn desember og þurfti að gangast undir aðgerð og langa endurhæfingu. 

Hann sneri aftur á fótboltavöllinn í júní þegar hann kom þrisvar inn af varamannabekknum fyrir jamaíska landsliðið í Gullbikarnum. 

Samningur hans við West Ham rann hins vegar út í sumar og nú hefur þjálfari liðsins, Graham Potter, staðfest að hann fái ekki nýjan samning.

Þjálfarinn sagði fátt annað staðfest en að Antonio yrði ekki áfram leikmaður West Ham.

Honum verður leyft að æfa með unglingaliðinu meðan hann kemur sér aftur í form, mögulega verður honum síðan boðin þjálfarastaða þar, en það fer allt eftir því hvað Antonio sjálfur vill gera.


Tengdar fréttir

Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi

Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, lenti í alvarlegu bílslysi en ástand hans er nú talið stöðugt. Antonio er með meðvitund og tjáir sig með tali en grannt er fylgst með líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×