Innlent

Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkams­á­rásir um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Ferðamálastjóri segir tilefni til að auka öryggi við Reynisfjöru enn frekar. Hann er ekki hlynntur því að fjörunni verði lokað fyrir ferðamönnum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Mikill eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni og á annað hundrað slökkviliðsmenn berjast við logana.´

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í Vestmannaeyjum og tvær á Akureyri um helgina. Að öðru leyti hafa hátíðarhöld helgarinnar farið spaklega fram. Við komum við á Flúðum, þar sem furðulegir bátar munu sigla niður Litlu-Laxá í dag. Sannkallað sjónarspil.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×