Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 14:48 Lando Norris tók áhættu sem borgaði sig. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Charles Leclerc hjá Ferrari fór fyrstur af stað í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 en tókst ekki að halda í við hraðann hjá McLaren eða Mercedes. Áhættusamur Lando Norris hjá McLaren stökk upp um tvö sæti og stóð uppi sem sigurvegari, liðsfélagi hans Oscar Piastri varð annar en Mercedes ökuþórinn George Russell náði þriðja sætinu. Lando Norris tók mikla áhættu með því að stoppa aðeins einu sinni á sjötíu hringja kappakstrinum, sem hefði getað endað illa fyrir hann en borgaði sig heldur betur. Norris náði forystunni og hélt út í æsispennandi lokahringjum. Baráttan var hörð milli liðsfélaganna, Norris og Piastri, aðeins 0,6 sekúndum munaði milli þeirra en þeir voru langt á undan öllum öðrum í mark. Þrátt fyrir að þeir séu liðsfélagar eru Norris og Piastri engir vinir. Rudy Carezzevoli/Getty Images Á síðasta ári í Ungverjalandi samþykkti Norris að leyfa liðsfélaga sínum að taka fram úr, svo McLaren gæti grætt fleiri stig í bílasmiðakeppninni, en hann var ekki til í það þetta árið. Enda engin ástæða til núna, McLaren er í langefsta sæti í bílasmiðakeppninni og baráttan um heimsmeistaratitil ökuþóra er milli þeirra tveggja. Með sigrinum í Ungverjalandi minnkar Norris forskot Piastri niður í aðeins níu stig. Formúlan tekur sér nú sumarfrí en næsta keppni verður í Hollandi þann 31. ágúst. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lando Norris tók mikla áhættu með því að stoppa aðeins einu sinni á sjötíu hringja kappakstrinum, sem hefði getað endað illa fyrir hann en borgaði sig heldur betur. Norris náði forystunni og hélt út í æsispennandi lokahringjum. Baráttan var hörð milli liðsfélaganna, Norris og Piastri, aðeins 0,6 sekúndum munaði milli þeirra en þeir voru langt á undan öllum öðrum í mark. Þrátt fyrir að þeir séu liðsfélagar eru Norris og Piastri engir vinir. Rudy Carezzevoli/Getty Images Á síðasta ári í Ungverjalandi samþykkti Norris að leyfa liðsfélaga sínum að taka fram úr, svo McLaren gæti grætt fleiri stig í bílasmiðakeppninni, en hann var ekki til í það þetta árið. Enda engin ástæða til núna, McLaren er í langefsta sæti í bílasmiðakeppninni og baráttan um heimsmeistaratitil ökuþóra er milli þeirra tveggja. Með sigrinum í Ungverjalandi minnkar Norris forskot Piastri niður í aðeins níu stig. Formúlan tekur sér nú sumarfrí en næsta keppni verður í Hollandi þann 31. ágúst.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira