Erlent

Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis

Agnar Már Másson skrifar
Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun júlí.
Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun júlí. Getty

Áhorfandi á Oasis-tónleikum lést þegar hann féll úr talsverðri hæð á á Wembley-vellinum í Lundúnum í gær.

Maðurinn, sem er talinn vera á fimmtugsaldri, féll af svölum í áhorfendastúkunni sem eru í fimmtíu metra hæð. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi, að því er Mirror greinir frá.

„Ég var beint fyrir neðan á svæði 221. Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væri jakki að detta en svo leit ég og sá gaurinn á malbikinu. Þetta var hræðilegt að sjá,“ hefur Mirror eftir tónleikagesti sem varð vitni að atvikinu.

Lögreglan á breska höfuðborgarsvæðinu staðfesti enn fremur við Daily Star að þau hafi sinnt útkalli á tónleikunum eftir að maður hafi hlotið áverka eftir fall. Lög­regla biður vitni að hafa sam­band og bend­ir á að tón­leika­gestir gætu haft myndskeið af falli mannsins.

Gallagher-bræðurnir í Oasis segjast slegnir yfir atvikinu.

„Oasis vill koma ein­læg­um samúðarkveðjum til fjöl­skyldu og vina þess sem þarna átti í hlut,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hljóm­sveit­ar­inn­ar, sem er skipuð þeim Liam og Noel Gallagher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×