Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 23:30 Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í Texas, talar á blaðamannafundi gegn fyrirhuguðum breytingum á kjördæmaskipan ríkisins sem myndi líklega tryggja repúblikönum fleiri sæti. Vísir Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Greint var frá því í síðustu viku þegar ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu drög að nýjum kjördæmum í ríkinu til að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna, til að mynda Missouri og Indiana. Þingmenn Demókrata í Texas gætu nú átt yfir höfði sér sektir eða aðrar refsingar, að því er AP greinir frá, þar sem þeir hafa nú margir gripið til þess örþrifaráðs að yfirgefa ríkið í von um að koma í veg fyrir að þing verði kallað saman á ný. Ríkissaksóknari Texas hafði áður hótað því að handtaka þingmennina ef þeir flýðu ríkið. „Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum af léttúð,“ segir Gene Wu, formaður þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, í yfirlýsingu um ákvörðun sinna þingmanna að yfirgefa ríkið. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins nýr í stærri og dreifbýlli kjördæmum, og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku þegar ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu drög að nýjum kjördæmum í ríkinu til að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna, til að mynda Missouri og Indiana. Þingmenn Demókrata í Texas gætu nú átt yfir höfði sér sektir eða aðrar refsingar, að því er AP greinir frá, þar sem þeir hafa nú margir gripið til þess örþrifaráðs að yfirgefa ríkið í von um að koma í veg fyrir að þing verði kallað saman á ný. Ríkissaksóknari Texas hafði áður hótað því að handtaka þingmennina ef þeir flýðu ríkið. „Þetta er ekki ákvörðun sem við tökum af léttúð,“ segir Gene Wu, formaður þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni, í yfirlýsingu um ákvörðun sinna þingmanna að yfirgefa ríkið. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins nýr í stærri og dreifbýlli kjördæmum, og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira