Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 07:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. „Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13