„Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2025 16:32 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, segir Fjarðabyggð hafa vanrækt vatnsból Stöðvarfjarðar um árabil sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki öruggt aðgengi að hreinu vatni. Vísir/Vilhelm/aðsend Íbúi á Stöðvarfirði segir alvarlegt að Stöðfirðingar hafi ekki verið upplýstir strax um gerlamengun í neysluvatni. Fólki finnist það ekki geta treyst sveitarfélaginu til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og ábyrgðinni sé varpað á íbúa. Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatni bæjarins en sveitarfélaginu láðist að láta íbúa vita af menguninni um leið og hún kom í ljós. Sýnataka úr vatnsbóli þorpsins fór fram þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn og við greiningu kom í ljós ekólí- og kólígerlamengun í vatnsbólinu. Formleg staðfesting barst þó ekki frá rannsóknarstofu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) fyrr en sex dögum síðar, 28. júlí, og sólarhring síðar tilkynnti Fjarðabyggð íbúum málið með fréttatilkynningu. Bæjarstjóri í Fjarðabyggð harmar að töf hafi orðið í tilkynningarferlinu og oddviti minnihlutans væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu. Eva Jörgensen, doktor í heilsumannfræði og íbúi á Stöðvarfirði, er ein margra í bænum sem hefur fundið fyrir magapest síðustu daga. „Við höfum verið í fríi, ég og konan mín, en okkur tókst að E.Coli-smita okkur aftur þannig við höfum legið í veikindum,“ segir Eva. Hún og kona hennar voru nýbúnar að skipta um vatn á kaffivélinni. „Svo urðum við veikar á sömu mínútunni nokkrum klukkutímum seinna,“ segir hún. Bakteríusmitið skemmi fyrir sýklalyfjakúrnum Eva var fyrir viðkvæm í maganum þar sem hún er í sýklalyfjameðferð við meltingarröskun. Veikindin af völdum gerlanna hafi því komið á versta tíma. „Þetta er búið að vera margra vikna prógram, ég er á sérmataræði og hef undirbúið líkamann undir þetta með bætiefnum, því þetta er sýklalyf sem straujar garnirnar. Þegar ég byrja á þeim tekur HAUST próf á vatninu,“ segir Eva. Það sé kostnaðarsamt að vera á sýklalyfjakúrnum og því „frekar ömurlegt“ að þurfa að endurtaka hann vegna ekólí-smits. „Þetta er mikið prógram sem ég þarf að fara í til að byggja þaramaflórunni á mér aftur. Þannig þetta gæti hafa klúðrað allri tímalínunni sem ég var búin að setja mér með læknum,“ segir hún. Fólk hafi verið komið ónot í maganum Eva vinnur ásamt konu sinni, Kimi Tayler, á Steinasafni Petru og þær hafi byrjað að taka eftir veikindum fólks í aðdraganda þess að greint var frá gerlamenguninni. „Fólk var að hlaupa á klósettið og er búið að vera með ónot í maganum,“ segir Eva. Nokkrir þeirra steina sem eru til sýnis á Steinasafni Petru. Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) tók próf 22. júlí síðastliðinn og hafi svo komið aftur viku síðar til að taka annað próf, að sögn Evu. „Við sjáum það um morguninn að það fer einhver frá Fjarðarbyggð og tengir slöngu í brunahanann sem er fyrir utan steinasafnið og fer að dæla úr. Einn kollegi minn spyr mig hvort ég viti eitthvað um þetta og ég segi bara nei og fer að skoða heimasíðuna og íbúasíðuna en það er ekkert um þetta þar,“ segir hún. „Síðan kemur einhver frá HAUST og þá er okkur sagt að við ættum að vera sjóða vatnið. En við höfðum ekkert heyrt þarna á milli,“ bætir hún við. „Vanræksla sem hefur verið í lengri tíma“ „Þetta er lýðheilsuvá að vatnið okkar sé að smitast af ekólí,“ segir Eva en ekki sé um fyrsta skiptið að ræða sem vatnsbólið mengist. Vont sé að yfirvöld geti ekki passað betur upp á að halda vatninu hreinu. „Ég er búin að búa hérna hátt í þrjú ár og þetta er í annað skiptið sem það kemur ekólí-smit í vatnið. Þetta er eitt af heimsmarkmiðunum, aðgengi að hreinu vatni, grundvallarmannréttindi,“ segir Eva. Sjá einnig: Biðja íbúa Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn Sveitarfélagið beri ábyrgð á að halda vatnsbólinu ómenguðu og hafa þar varnir uppi. „Þetta er ákveðin vanræksla sem hefur verið í lengri tíma sem opnar fyrir það að vatnið okkar smitast trekk í trekk og við getum ekki treyst vatninu okkar,“ segir hún. „Hér eru íbúar á Stöðvarfirði að stórum hluta eldri borgarar, viðkvæmur hópur og svo er fólk eins og ég með meltingarraskanir sem má ekkert við því að fá svona smit í mig sem getur leitt til mjög mikilla veikinda.“ „Hvernig getur það gerst að tilkynning fari á vitlausan stað?“ Röksemdin fyrir því að íbúar hafi ekki fengið tilkynninguna strax haldi ekki vatni. „HAUST sendir frá sér ákveðna tímalínu um hvað þetta gæti tekið langan tíma og Fjarðabyggð segir að tilkynningin hafi farið í vitlaust pósthólf,“ segir Eva. Frídagar eigi ekki að koma í veg fyrir að brýnar tilkynningar berist til íbúa. Stöðvarfjörður er á sunnanverðum Austfjörðum og bú tæplega 200 manns þar.Vísir/Vilhelm „Og ef það er lýðheilsuvá hvernig getur það gerst að tilkynning fari á vitlausan stað og það sé ekki vaktað? Af hverju er þetta almennur tölvupóstur,“ segir hún. „Svo kemur ekki tilkynning frá Fjarðabyggð fyrr en morguninn eftir. Það er vitað að HAUST er búið að koma aftur að taka sýni því þau vita að vatnið okkar er þrælmengað. Okkur er sagt: ,Þið fáið tilkynningu frá Fjarðabyggð von bráðar.' Svo loka þau fyrir sumarfrí og það getur enginn hringt eða fengið nánari upplýsingar,“ segir Eva. Ábyrgðin sett á íbúa Í þokkabót hafi tilkynningin frá Fjarðabyggð verið birt á íbúahópi bæjarins á Facebook og vefsíðu sveitarfélagsins. „En það eru ekkert allir á Facebook, það er fólk sem vissi ekki ennþá fyrir tveimur dögum síðan að vatnið okkar væri mengað,“ segir Eva. „Þannig það er rosalega margt sem er ekki í lagi þarna og heilsan okkar er að veði.“ „Ábyrgðin er algjörlega sett á okkur að láta hvort annað vita og rafmagnsreikningurinn okkar mun bíta því við erum endalaust að sjóða vatn í allt saman,“ segir hún. Íbúum finnist þeir mæta neikvæðrar afstöðu þegar þeir leiti eftir skýringum hjá sveitarfélaginu. „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu til þess að tryggja okkur þennan grundvallarmannréttindaþátt sem er aðgengi að hreinu vatni,“ segir Eva. Ennfremur sé ekkert gert til að hughreysta íbúa og þeim haldið í myrkrinu hvað varðar næstu skref í málinu, breytingar á ferlum og úrbætur í málefnum vatnsbólsins Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatni bæjarins en sveitarfélaginu láðist að láta íbúa vita af menguninni um leið og hún kom í ljós. Sýnataka úr vatnsbóli þorpsins fór fram þriðjudaginn 22. júlí síðastliðinn og við greiningu kom í ljós ekólí- og kólígerlamengun í vatnsbólinu. Formleg staðfesting barst þó ekki frá rannsóknarstofu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) fyrr en sex dögum síðar, 28. júlí, og sólarhring síðar tilkynnti Fjarðabyggð íbúum málið með fréttatilkynningu. Bæjarstjóri í Fjarðabyggð harmar að töf hafi orðið í tilkynningarferlinu og oddviti minnihlutans væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu. Eva Jörgensen, doktor í heilsumannfræði og íbúi á Stöðvarfirði, er ein margra í bænum sem hefur fundið fyrir magapest síðustu daga. „Við höfum verið í fríi, ég og konan mín, en okkur tókst að E.Coli-smita okkur aftur þannig við höfum legið í veikindum,“ segir Eva. Hún og kona hennar voru nýbúnar að skipta um vatn á kaffivélinni. „Svo urðum við veikar á sömu mínútunni nokkrum klukkutímum seinna,“ segir hún. Bakteríusmitið skemmi fyrir sýklalyfjakúrnum Eva var fyrir viðkvæm í maganum þar sem hún er í sýklalyfjameðferð við meltingarröskun. Veikindin af völdum gerlanna hafi því komið á versta tíma. „Þetta er búið að vera margra vikna prógram, ég er á sérmataræði og hef undirbúið líkamann undir þetta með bætiefnum, því þetta er sýklalyf sem straujar garnirnar. Þegar ég byrja á þeim tekur HAUST próf á vatninu,“ segir Eva. Það sé kostnaðarsamt að vera á sýklalyfjakúrnum og því „frekar ömurlegt“ að þurfa að endurtaka hann vegna ekólí-smits. „Þetta er mikið prógram sem ég þarf að fara í til að byggja þaramaflórunni á mér aftur. Þannig þetta gæti hafa klúðrað allri tímalínunni sem ég var búin að setja mér með læknum,“ segir hún. Fólk hafi verið komið ónot í maganum Eva vinnur ásamt konu sinni, Kimi Tayler, á Steinasafni Petru og þær hafi byrjað að taka eftir veikindum fólks í aðdraganda þess að greint var frá gerlamenguninni. „Fólk var að hlaupa á klósettið og er búið að vera með ónot í maganum,“ segir Eva. Nokkrir þeirra steina sem eru til sýnis á Steinasafni Petru. Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) tók próf 22. júlí síðastliðinn og hafi svo komið aftur viku síðar til að taka annað próf, að sögn Evu. „Við sjáum það um morguninn að það fer einhver frá Fjarðarbyggð og tengir slöngu í brunahanann sem er fyrir utan steinasafnið og fer að dæla úr. Einn kollegi minn spyr mig hvort ég viti eitthvað um þetta og ég segi bara nei og fer að skoða heimasíðuna og íbúasíðuna en það er ekkert um þetta þar,“ segir hún. „Síðan kemur einhver frá HAUST og þá er okkur sagt að við ættum að vera sjóða vatnið. En við höfðum ekkert heyrt þarna á milli,“ bætir hún við. „Vanræksla sem hefur verið í lengri tíma“ „Þetta er lýðheilsuvá að vatnið okkar sé að smitast af ekólí,“ segir Eva en ekki sé um fyrsta skiptið að ræða sem vatnsbólið mengist. Vont sé að yfirvöld geti ekki passað betur upp á að halda vatninu hreinu. „Ég er búin að búa hérna hátt í þrjú ár og þetta er í annað skiptið sem það kemur ekólí-smit í vatnið. Þetta er eitt af heimsmarkmiðunum, aðgengi að hreinu vatni, grundvallarmannréttindi,“ segir Eva. Sjá einnig: Biðja íbúa Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn Sveitarfélagið beri ábyrgð á að halda vatnsbólinu ómenguðu og hafa þar varnir uppi. „Þetta er ákveðin vanræksla sem hefur verið í lengri tíma sem opnar fyrir það að vatnið okkar smitast trekk í trekk og við getum ekki treyst vatninu okkar,“ segir hún. „Hér eru íbúar á Stöðvarfirði að stórum hluta eldri borgarar, viðkvæmur hópur og svo er fólk eins og ég með meltingarraskanir sem má ekkert við því að fá svona smit í mig sem getur leitt til mjög mikilla veikinda.“ „Hvernig getur það gerst að tilkynning fari á vitlausan stað?“ Röksemdin fyrir því að íbúar hafi ekki fengið tilkynninguna strax haldi ekki vatni. „HAUST sendir frá sér ákveðna tímalínu um hvað þetta gæti tekið langan tíma og Fjarðabyggð segir að tilkynningin hafi farið í vitlaust pósthólf,“ segir Eva. Frídagar eigi ekki að koma í veg fyrir að brýnar tilkynningar berist til íbúa. Stöðvarfjörður er á sunnanverðum Austfjörðum og bú tæplega 200 manns þar.Vísir/Vilhelm „Og ef það er lýðheilsuvá hvernig getur það gerst að tilkynning fari á vitlausan stað og það sé ekki vaktað? Af hverju er þetta almennur tölvupóstur,“ segir hún. „Svo kemur ekki tilkynning frá Fjarðabyggð fyrr en morguninn eftir. Það er vitað að HAUST er búið að koma aftur að taka sýni því þau vita að vatnið okkar er þrælmengað. Okkur er sagt: ,Þið fáið tilkynningu frá Fjarðabyggð von bráðar.' Svo loka þau fyrir sumarfrí og það getur enginn hringt eða fengið nánari upplýsingar,“ segir Eva. Ábyrgðin sett á íbúa Í þokkabót hafi tilkynningin frá Fjarðabyggð verið birt á íbúahópi bæjarins á Facebook og vefsíðu sveitarfélagsins. „En það eru ekkert allir á Facebook, það er fólk sem vissi ekki ennþá fyrir tveimur dögum síðan að vatnið okkar væri mengað,“ segir Eva. „Þannig það er rosalega margt sem er ekki í lagi þarna og heilsan okkar er að veði.“ „Ábyrgðin er algjörlega sett á okkur að láta hvort annað vita og rafmagnsreikningurinn okkar mun bíta því við erum endalaust að sjóða vatn í allt saman,“ segir hún. Íbúum finnist þeir mæta neikvæðrar afstöðu þegar þeir leiti eftir skýringum hjá sveitarfélaginu. „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu til þess að tryggja okkur þennan grundvallarmannréttindaþátt sem er aðgengi að hreinu vatni,“ segir Eva. Ennfremur sé ekkert gert til að hughreysta íbúa og þeim haldið í myrkrinu hvað varðar næstu skref í málinu, breytingar á ferlum og úrbætur í málefnum vatnsbólsins
Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira