Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 21:40 Feðginin búa í Breiðholti. Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins. Móðirin, sem er á fertugsaldri og býr í Breiðholti, kærir fyrrverandi eiginmanninn fyrir hönd sonar síns. En ekki hefur tekist að finna heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins, sem einnig er frá Filippseyjum, og því var stefnan birt í Lögbirtingablaði samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Í stefnunni kemur fram að þegar sonurinn hafi fæðst árið 2014 hafi konan verið gift manninum og drengurinn því feðraður honum á grundvelli faðernisreglu barnalaga. Aftur á móti segist móðirin hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan mann á getnaðartíma barnsins. Sá maður er einnig filippseyskur og býr í Keflavík og er sagður gangast við faðerni drengsins, að því segir í ákærunni þar sem vísað er til staðfestingar frá sýslumanninum á Suðurnesjum frá 2019. Móðirin segist enn fremur ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við þáverandi eiginmann sinn á getnaðartíma barnsins og því sé útilokað að hann sé faðir drengsins. Konan skildi við eiginmann sinn árið 2018 á grundvelli hjúskaparbrots, þ.e. framhjáhalds, og fer hún ein með forsjá barnsins. Hún telur að fyrrverandi eiginmaður sinn muni ekki mótmæla viðurkenningarkröfu, sem áskilur sér þó jafnframt rétt til að krefjast þess, ef þörf krefur, að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, DNA-rannsókn, í samræmi við lög, á þeim sem nauðsynlegt kann að vera. Engar upplýsingar liggja fyrir um heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins en honum er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið þar fyrir í september. Mæti hann ekki má búast við því að orðið verði við kröfu konunnar og drengsins. Dómsmál Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Móðirin, sem er á fertugsaldri og býr í Breiðholti, kærir fyrrverandi eiginmanninn fyrir hönd sonar síns. En ekki hefur tekist að finna heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins, sem einnig er frá Filippseyjum, og því var stefnan birt í Lögbirtingablaði samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Í stefnunni kemur fram að þegar sonurinn hafi fæðst árið 2014 hafi konan verið gift manninum og drengurinn því feðraður honum á grundvelli faðernisreglu barnalaga. Aftur á móti segist móðirin hafa átt í kynferðislegu sambandi við annan mann á getnaðartíma barnsins. Sá maður er einnig filippseyskur og býr í Keflavík og er sagður gangast við faðerni drengsins, að því segir í ákærunni þar sem vísað er til staðfestingar frá sýslumanninum á Suðurnesjum frá 2019. Móðirin segist enn fremur ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við þáverandi eiginmann sinn á getnaðartíma barnsins og því sé útilokað að hann sé faðir drengsins. Konan skildi við eiginmann sinn árið 2018 á grundvelli hjúskaparbrots, þ.e. framhjáhalds, og fer hún ein með forsjá barnsins. Hún telur að fyrrverandi eiginmaður sinn muni ekki mótmæla viðurkenningarkröfu, sem áskilur sér þó jafnframt rétt til að krefjast þess, ef þörf krefur, að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, DNA-rannsókn, í samræmi við lög, á þeim sem nauðsynlegt kann að vera. Engar upplýsingar liggja fyrir um heimilisfang fyrrverandi eiginmannsins en honum er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en málið verður tekið þar fyrir í september. Mæti hann ekki má búast við því að orðið verði við kröfu konunnar og drengsins.
Dómsmál Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira