Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar 5. ágúst 2025 15:00 Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar