Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:42 Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, er slegin vegna banaslyss sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi. Henni hugnast ekki varanleg lokun en vill auknar öryggisráðstafanir. Vísir/sigurjon Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“ Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“
Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09