Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 07:13 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. VR Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira