Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 12:17 Sólveig Anna á erfitt með að skilja yfirlýsingar Höllu Gunnarsdóttur um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Vísir/Vilhelm „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum. Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira