Sport

Bannað að sniffa ammóníak í leikjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobie Turner, leikmaður LA Rams, sniffar ammóníak í leik.
Kobie Turner, leikmaður LA Rams, sniffar ammóníak í leik. vísir/getty

NFL-deildin hefur ákveðið að banna notkun á ammóníaki og öðrum ilmsöltum í deildinni.

Amerískur fótbolti er hörð íþrótt og leikmenn í NFL-deildinni hafa lengi stundað að sniffa ammóníak og önnur ilmsölt til þess að koma sér í gírinn. Það má ekki lengur.

Deildin hefur ekki bannað notkun þessara efna á æfingum en á leikjum er það harðbannað. Sama hvort það sé fyrir leik eða í hálfleik. Efnin eru bönnuð.

Þessi tíðindi hafa farið illa í þá leikmenn sem nota efnin reglulega í leikjum. Einn þeirra er stórstjarna San Francisco 49ers, George Kittle.

„Ég er búinn að vera ónýtur eftir að þessi tíðindi bárust,“ sagði Kittle sem hreinlega ruddist inn í útsendingu hjá NFL Network til að koma vonbrigðum sínum á framfæri.

„Ég er strax farinn að sakna þess að geta ekki sniffað í leikjum. Þetta keyrði mann vel upp.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×