Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Deilurnar gætu gjörbreytt hinu pólitíska landslagi í Bandaríkjunum og aukið enn frekar á svokallaðan skotgrafahernað flokkanna og illdeilur. Í Texas eru Repúblikanar að reyna að teikna kjördæmi ríkisins á nýjan leik með því markmiði að fjölga þingmönnum sínum um fimm, á kostnað Demókrata. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Sjá einnig: Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Gangi ætlanir Repúblikana í Texas eftir myndi það styrkja stöðu þeirra til muna. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Með nýju kjördæmunum en sömu úrslitum í kosningunum hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana um að gera breytingar á kjördæmum ríkja, með því markmiði að auðvelda flokknum að halda meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum á næsta ári.AP/Alex Brandon Vill ekki að Demókratar nái meirihluta Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en þingkosningar á næsta ári gætu veitt Demókrötum meirihluta þar á nýjan leik. Slíkt myndi hafa slæm áhrif á Trump, þar sem Demókratar myndu án ef kafa í saumana á öllum hans aðgerðum og taka til baka ýmis völd þingsins sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafa leyft að fara með. Demókratar gætu jafnvel reynt að ákæra hann í þriðja sinn fyrir embættisbrot. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas hafa gripið til þess ráðs að flýja ríkið, svo ekki sé hægt að greiða atkvæði um tillögu Repúblikana. Þeir eru flestir í Illinois en Repúblikanar hafa gefið út handtökuskipun á hendur þeim og Trump sagði í gær að mögulega myndi hann beita Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að elta þingmennina uppi og koma þeim aftur til Texas. Þingmennirnir standa frammi fyrir allt að fimmtíu milljón króna sektum, hver þeirra, samkvæmt útreikningum Politico, ákveði þeir að snúa ekki aftur á meðan núverandi þing stendur yfir. Minni ótti við viðbrögð kjósenda Ráðamenn Repúblikana í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhuga á að gera það sama og verið er að gera í Texas. Demókratar víða um Bandaríkin eru reiðir yfir þessum ætlunum Trumps og Repúblikana og hafa lýst því yfir að þeir muni grípa til eigin aðgerða, sé það yfir höfuð hægt. Í Kaliforníu og New York heyrast háværar raddir um að breyta reglunum þar til að fjölga þingsætum Demókrataflokksins með sambærilegum hætti. Heilt yfir í Bandaríkjunum hafa Repúblikanar beitt þessum aðferðum, eða „Gerrymandering“, til að styrkja stöð sína í mun meiri mæli en Demókratar. Stjórnmálamenn hafa lengi óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum sem þessum, enda benda kannanir til þess að almennt eru kjósendur ekki hlynntir „Gerrymandering“. Þessi ótti virðist ekki eins sterkur þessa dagana, samhliða því að meiri harka hefur færst í hinn pólitíska leik vestanhafs, ef svo má segja. Demókratar óttast að ómögulegt sé fyrir þá að halda í prinsip sín varðandi „Gerrymandering“ á meðan Repúblikanar beiti öllum brellum í bókum þeirra til að bæta stöðu sína. Úr þingsal í Texas, þar sem mörg sæti eru tóm en þingmenn Demókrataflokksins hafa flúið ríkið.AP/Rodolfo Gonzalez Kjósendur reiðir yfir hugleysi Leiðtogar Demókrataflokksins hafa á undanförnum mánuðum átt í sérstaklega miklum vandræðum með að sannfæra kjósendur sína um að þeir berjist gegn Trump af nægilega mikilli hörku. Flokkurinn hefur verið að mælast gífurlega óvinsæll meðal kjósenda í könnunum, jafnvel þó vinsældir Trumps og ríkisstjórnar hans hafi verið að dragast saman. Í samtali við Washington Post segir ráðgjafi Demókrataflokksins að leiðtogar flokksins verði að sýna að þeir hafi kjark til að grípa til aðgerða. Annars muni óánægðir kjósendur leita annað. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sem gæti mögulega boðið sig fram til forseta fyrir kosningarnar 2028, sagði á blaðamannafundi með áðurnefndum þingmönnum frá Texas, að allt kæmi til greina þegar kæmi að því að bregðast við aðgerðum Repúblikana í Texas. Það ítrekaði hann svo í viðtali við Stephen Colbert í gærkvöldi. Aðrir ríkisstjórar Demókrataflokksins hafa slegið á svipaða strengi. Þeirra á meðal er Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, stærsta ríkis Bandaríkjanna. Hann og hans fólk hafa verið að skoða leiðir til að fjölga þingmönnum Demókrataflokksins þaðan um fimm, eins og í Texas, en til þess þyrftu kjósendur að samþykkja umfangsmikla breytingar. Óljóst er hvort það myndi ganga eftir, ákveði Newsom að reyna, samkvæmt frétt Politico. Fyrstu kannanir benda til þess að einungis 52 prósent kjósenda Kaliforníu séu hlynntir þessum breytingum en það gæti fljótt breyst þegar Repúblikanar fara að tjá sig um málið og dreifa þeirra boðskap gegn breytingunum. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur einnig gefið til kynna að hún muni grípa til aðgerða og segist þreytt á því að berjast gegn Repúblikönum með aðra hendi bundna. Frá blaðamannafundi ríkisþingmanna Texas, í Illinois í Bandaríkjunum í gær.AP/Erin Hooley Demókratar í mun verri stöðu komi til „kjördæmastríðs“ Demókratar standa þó frammi fyrir stóru vandamáli þegar kemur að því að vaða í einhverskonar kjördæmastríð við Repúblikana um gervöll Bandaríkin. Það vandamál er að þeir munu líklega tapa slíku stríði. Eins og bent er á í frétt Washingston Post eru Repúblikanar með fulla stjórn á 23 ríkjum Bandaríkjanna, af fimmtíu, og Demókratar eingöngu fimmtán. Þar að auki hafa Demókratar víða í þessum fimmtán ríkjum sett reglur sem gera þeim erfitt að teikna kjördæmi þeim sjálfum í hag. Í þeim ríkjum sem þeir hafa ekki gert sér erfiðara að teikna kjördæmi sér í hag, standa Demókratar frammi fyrir því að hafa þegar reynt að kreista úr þeim fleiri þingmenn og því eiga þeir færri tækifæri en ella til að reyna að fjölga þingmönnum sínum. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. 5. ágúst 2025 06:39 Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. 3. ágúst 2025 23:30 Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 31. júlí 2025 14:30 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Deilurnar gætu gjörbreytt hinu pólitíska landslagi í Bandaríkjunum og aukið enn frekar á svokallaðan skotgrafahernað flokkanna og illdeilur. Í Texas eru Repúblikanar að reyna að teikna kjördæmi ríkisins á nýjan leik með því markmiði að fjölga þingmönnum sínum um fimm, á kostnað Demókrata. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Sjá einnig: Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Gangi ætlanir Repúblikana í Texas eftir myndi það styrkja stöðu þeirra til muna. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Með nýju kjördæmunum en sömu úrslitum í kosningunum hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana um að gera breytingar á kjördæmum ríkja, með því markmiði að auðvelda flokknum að halda meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum á næsta ári.AP/Alex Brandon Vill ekki að Demókratar nái meirihluta Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en þingkosningar á næsta ári gætu veitt Demókrötum meirihluta þar á nýjan leik. Slíkt myndi hafa slæm áhrif á Trump, þar sem Demókratar myndu án ef kafa í saumana á öllum hans aðgerðum og taka til baka ýmis völd þingsins sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafa leyft að fara með. Demókratar gætu jafnvel reynt að ákæra hann í þriðja sinn fyrir embættisbrot. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas hafa gripið til þess ráðs að flýja ríkið, svo ekki sé hægt að greiða atkvæði um tillögu Repúblikana. Þeir eru flestir í Illinois en Repúblikanar hafa gefið út handtökuskipun á hendur þeim og Trump sagði í gær að mögulega myndi hann beita Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að elta þingmennina uppi og koma þeim aftur til Texas. Þingmennirnir standa frammi fyrir allt að fimmtíu milljón króna sektum, hver þeirra, samkvæmt útreikningum Politico, ákveði þeir að snúa ekki aftur á meðan núverandi þing stendur yfir. Minni ótti við viðbrögð kjósenda Ráðamenn Repúblikana í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir áhuga á að gera það sama og verið er að gera í Texas. Demókratar víða um Bandaríkin eru reiðir yfir þessum ætlunum Trumps og Repúblikana og hafa lýst því yfir að þeir muni grípa til eigin aðgerða, sé það yfir höfuð hægt. Í Kaliforníu og New York heyrast háværar raddir um að breyta reglunum þar til að fjölga þingsætum Demókrataflokksins með sambærilegum hætti. Heilt yfir í Bandaríkjunum hafa Repúblikanar beitt þessum aðferðum, eða „Gerrymandering“, til að styrkja stöð sína í mun meiri mæli en Demókratar. Stjórnmálamenn hafa lengi óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum sem þessum, enda benda kannanir til þess að almennt eru kjósendur ekki hlynntir „Gerrymandering“. Þessi ótti virðist ekki eins sterkur þessa dagana, samhliða því að meiri harka hefur færst í hinn pólitíska leik vestanhafs, ef svo má segja. Demókratar óttast að ómögulegt sé fyrir þá að halda í prinsip sín varðandi „Gerrymandering“ á meðan Repúblikanar beiti öllum brellum í bókum þeirra til að bæta stöðu sína. Úr þingsal í Texas, þar sem mörg sæti eru tóm en þingmenn Demókrataflokksins hafa flúið ríkið.AP/Rodolfo Gonzalez Kjósendur reiðir yfir hugleysi Leiðtogar Demókrataflokksins hafa á undanförnum mánuðum átt í sérstaklega miklum vandræðum með að sannfæra kjósendur sína um að þeir berjist gegn Trump af nægilega mikilli hörku. Flokkurinn hefur verið að mælast gífurlega óvinsæll meðal kjósenda í könnunum, jafnvel þó vinsældir Trumps og ríkisstjórnar hans hafi verið að dragast saman. Í samtali við Washington Post segir ráðgjafi Demókrataflokksins að leiðtogar flokksins verði að sýna að þeir hafi kjark til að grípa til aðgerða. Annars muni óánægðir kjósendur leita annað. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sem gæti mögulega boðið sig fram til forseta fyrir kosningarnar 2028, sagði á blaðamannafundi með áðurnefndum þingmönnum frá Texas, að allt kæmi til greina þegar kæmi að því að bregðast við aðgerðum Repúblikana í Texas. Það ítrekaði hann svo í viðtali við Stephen Colbert í gærkvöldi. Aðrir ríkisstjórar Demókrataflokksins hafa slegið á svipaða strengi. Þeirra á meðal er Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, stærsta ríkis Bandaríkjanna. Hann og hans fólk hafa verið að skoða leiðir til að fjölga þingmönnum Demókrataflokksins þaðan um fimm, eins og í Texas, en til þess þyrftu kjósendur að samþykkja umfangsmikla breytingar. Óljóst er hvort það myndi ganga eftir, ákveði Newsom að reyna, samkvæmt frétt Politico. Fyrstu kannanir benda til þess að einungis 52 prósent kjósenda Kaliforníu séu hlynntir þessum breytingum en það gæti fljótt breyst þegar Repúblikanar fara að tjá sig um málið og dreifa þeirra boðskap gegn breytingunum. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur einnig gefið til kynna að hún muni grípa til aðgerða og segist þreytt á því að berjast gegn Repúblikönum með aðra hendi bundna. Frá blaðamannafundi ríkisþingmanna Texas, í Illinois í Bandaríkjunum í gær.AP/Erin Hooley Demókratar í mun verri stöðu komi til „kjördæmastríðs“ Demókratar standa þó frammi fyrir stóru vandamáli þegar kemur að því að vaða í einhverskonar kjördæmastríð við Repúblikana um gervöll Bandaríkin. Það vandamál er að þeir munu líklega tapa slíku stríði. Eins og bent er á í frétt Washingston Post eru Repúblikanar með fulla stjórn á 23 ríkjum Bandaríkjanna, af fimmtíu, og Demókratar eingöngu fimmtán. Þar að auki hafa Demókratar víða í þessum fimmtán ríkjum sett reglur sem gera þeim erfitt að teikna kjördæmi þeim sjálfum í hag. Í þeim ríkjum sem þeir hafa ekki gert sér erfiðara að teikna kjördæmi sér í hag, standa Demókratar frammi fyrir því að hafa þegar reynt að kreista úr þeim fleiri þingmenn og því eiga þeir færri tækifæri en ella til að reyna að fjölga þingmönnum sínum.
Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. 5. ágúst 2025 06:39
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. 3. ágúst 2025 23:30
Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 31. júlí 2025 14:30
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24