„Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 08:30 Heimir Hallgrímsson þjálfar í Knattspyrnuakademíu Vals þessa vikuna ásamt sonum sínum. Vísir/Sigurjón Heimir Hallgrímsson hefur verið landsliðsþjálfari Írlands í rúmt ár. Starfið tók á til að byrja með en hann segist vera á réttri leið með írska liðið. Heimir er hér á landi að þjálfa í fótboltaskóla Vals ásamt sonum sínum tveimur. Sumarfríinu fer hins vegar að ljúka og átökin að hefjast á ný með írska landsliðinu sem hann hefur stýrt í rúmt ár. Úrslitin hafa verið misgóð en Írland var í sterkum riðli í Þjóðadeildinni ásamt Englandi og Grikklandi. Tveir sigrar á Finnum og sigur á Búlgaríu í umspili í kjölfarið sýna hins vegar batamerki á leik liðsins. Heimir kann vel við sig í starfi. „Það var smá brekka í byrjun, menn voru ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim eitthvað. En Írar er gott fólk og svipaðir okkur á svo margan hátt. Maður tengir við þá. Það er mikil fagmennska og ég er mjög ánægður að vera þarna,“ segir Heimir. Ekki besti þjálfarinn í teyminu Hann segir teymi sitt þá gott en auk Guðmundar Hreiðarssonar eru aðstoðarþjálfarar hans fyrrum landsliðsmaðurinn John O'Shea og Paddy McCarthy sem lék lengi vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Sambandið virðist gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea.Getty/Stephen McCarthy „Maður lærir af öllum sérfræðingunum í kringum sig. Það er auðvitað þannig sem maður vill hafa þetta - að maður læri af þeim sem maður fær til að aðstoða sig. Ég er ofboðslega heppinn með stjórnarmenn en sérstaklega aðstoðarþjálfara og þá sem eru í kringum þjálfarateymið. Það er magnað lið. Ég er ekki besti þjálfarinn í hópnum,“ segir Heimir og glottir við tönn. Horft til framtíðar Írska liðinu hefur gengið misvel undanfarin ár og leikmannahópur liðsins að einhverju leyti ekki á sama kaliberi og áður, þegar menn á við Damien Duff, Roy Keane og Robbie Keane héldu uppi leik liðsins. Fram undan er undankeppni HM þar sem Írland er í riðli með Ungverjum, Armenum og Portúgal. Ærið verkefni bíður Heimis í haust. „Það er búinn að vera hægur stígandi. Það eru nokkrir leikmenn sem eru að vaxa. Við erum ekki með marga úrvalsdeildarleikmenn. Kannski öðruvísi en áður var þegar Írar voru með leikmenn í bestu liðunum á Englandi, fyrirliða og í Evrópukeppnum og svo framvegis. Við erum ekki með þennan stóra leikmann, en eru með nokkuð góða og efnilega leikmenn sem vonandi verða þessir stóru leikmenn í framtíðinni,“ segir Heimir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá það í heild. Klippa: Heimir ræðir írska landsliðið Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32 Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02 Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Heimir er hér á landi að þjálfa í fótboltaskóla Vals ásamt sonum sínum tveimur. Sumarfríinu fer hins vegar að ljúka og átökin að hefjast á ný með írska landsliðinu sem hann hefur stýrt í rúmt ár. Úrslitin hafa verið misgóð en Írland var í sterkum riðli í Þjóðadeildinni ásamt Englandi og Grikklandi. Tveir sigrar á Finnum og sigur á Búlgaríu í umspili í kjölfarið sýna hins vegar batamerki á leik liðsins. Heimir kann vel við sig í starfi. „Það var smá brekka í byrjun, menn voru ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim eitthvað. En Írar er gott fólk og svipaðir okkur á svo margan hátt. Maður tengir við þá. Það er mikil fagmennska og ég er mjög ánægður að vera þarna,“ segir Heimir. Ekki besti þjálfarinn í teyminu Hann segir teymi sitt þá gott en auk Guðmundar Hreiðarssonar eru aðstoðarþjálfarar hans fyrrum landsliðsmaðurinn John O'Shea og Paddy McCarthy sem lék lengi vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Sambandið virðist gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea.Getty/Stephen McCarthy „Maður lærir af öllum sérfræðingunum í kringum sig. Það er auðvitað þannig sem maður vill hafa þetta - að maður læri af þeim sem maður fær til að aðstoða sig. Ég er ofboðslega heppinn með stjórnarmenn en sérstaklega aðstoðarþjálfara og þá sem eru í kringum þjálfarateymið. Það er magnað lið. Ég er ekki besti þjálfarinn í hópnum,“ segir Heimir og glottir við tönn. Horft til framtíðar Írska liðinu hefur gengið misvel undanfarin ár og leikmannahópur liðsins að einhverju leyti ekki á sama kaliberi og áður, þegar menn á við Damien Duff, Roy Keane og Robbie Keane héldu uppi leik liðsins. Fram undan er undankeppni HM þar sem Írland er í riðli með Ungverjum, Armenum og Portúgal. Ærið verkefni bíður Heimis í haust. „Það er búinn að vera hægur stígandi. Það eru nokkrir leikmenn sem eru að vaxa. Við erum ekki með marga úrvalsdeildarleikmenn. Kannski öðruvísi en áður var þegar Írar voru með leikmenn í bestu liðunum á Englandi, fyrirliða og í Evrópukeppnum og svo framvegis. Við erum ekki með þennan stóra leikmann, en eru með nokkuð góða og efnilega leikmenn sem vonandi verða þessir stóru leikmenn í framtíðinni,“ segir Heimir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá það í heild. Klippa: Heimir ræðir írska landsliðið
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32 Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02 Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32
Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00
Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti