Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. ágúst 2025 13:31 Nýja Ölfusárbrúin eins og hún kemur til með að líta út. Ljósmynd: ÞG Verk. Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni. Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni.
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira