Innlent

Al­var­legt vinnu­slys í Skaga­firði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Skagafjörður. Mynd úr safni.
Skagafjörður. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt vinnuslys varð á sveitabæ í Skagafirðinum rétt fyrir hádegi í dag, þegar einingar sem áttu að fara í húsbyggingu hrundu ofan á mann.

Maðurinn var með meðvitund en var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri.

Þetta staðfestir Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við Vísi en mbl greindi fyrst frá.

Slysið hafi verið á Lynghólum við Vallholt.

Verið sé að rannsaka tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×