Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 09:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið dómsmálaráðherra síðan í desember 2024. Vísir/Anton Brink Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Frá þessu greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í aðsendri grein á Vísi, þar sem hún ber upp sjö staðreyndir í útlendingamálum. Á dögunum greindi Þorbjörg frá því í annarri grein að hún hygðist herða reglur í dvalarleyfismálum, sem vísað hefur verið til sem „norsku leiðarinnar“. Þar vakti hún athygli á að umsóknir um dvalarleyfi hefðu margfaldast síðustu ár og að fólksfjölgun hér á landi hefði verið meiri en innviðir og velferð landsins þoli. Ísland auglýst sem „auðvelt land“ Aðgerðir Þorbjargar koma í kjölfar ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa hér á landi. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar hafa sýnt aðgerðunum stuðning, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í greininni kemur fram að hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafi borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Við einfalda leit á netinu sjáist að Ísland sé núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum. Þorbjörg ræddi umfjöllunarefnið nánar í Bítinu. Hún segir frá því að fjórðungur innflytjenda setjist að á grundvelli dvalarleyfis á meðan um þrír fjórðu hlutar komi á grundvelli EES-samningsins. Umræddur fjórðungur þurfi sem fyrr segir að borga sextán þúsund krónur fyrir dvalarleyfið hér á landi en færi hann til annarra Norðurlanda þyrfti hann að borga allt að 170 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra segir í aðsendri grein að Ísland sé auglýst í Nígeríu sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum.Vísir/Vilhelm „Mér fannst mest sláandi að upplifa að þessi niðurstaða er ekki byggð á stefnu, að manni virðist. Það er engin stefna sem fór aflaga. Hún er byggð á stefnuleysi. Afleiðing þessa stefnuleysis er ákveðið stjórnleysi og við ætlum að vinda ofan af því.“ segir Þorbjörg Sigríður. Bætir við ákvæði um ítrekuð brot Þá segir hún frá frumvarpinu sem hún hyggst afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Í því er ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar ef menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Hún segir að gæta verði skynsemi í þeim málum. „Segjum að unglingsstelpa sé tekin fyrir búðarhnupl. Þýðir það að hún missi alþjóðlegu verndina? Ég segi nei. Við viljum vera skynsöm í þessu.“ En ofbeldisbrot? „Ofbeldisbrot, kynferðisbrot, alvarleg brot. Hiklaust já. Og það sem ég er að skoða og ætla að bæta við frumvarpið er að geta líka náð utan um skipulögð brot. Þó í því samhengi að þetta eru brot sem eru ekki ein og sér ekki svo alvarleg. En það er einhver tröppugangur í brotahegðun, ítrekuð brot. Við erum að tala um alvarleg brot annars vegar og ítrekuð brot hins vegar.“ Aðspurð segir Þorbjörg raunhæft að ná tökum á slíkum málum og fá afbrotamönnum vísað úr landi með nokkrum tækjum. „Eitt er afgerandi og markviss stefna stjórnvalda um að horfast í augu við að skipulögð brotastarfsemi hefur náð að festa rætur á Íslandi. Viðbragðið verður að vera í samræmi við það. Við erum að fara dálítið markvisst inn í það. Hitt er að á Suðurnesjunum sé hægt að frávísa fólki þegar það kemur til landsins þannig að það komi ekki inn til landsins,“ segir Þorbjörg. „Hitt er síðan það að geta brottvísað mönnum í kjölfar þess að þeir gerast sekir um afbrot. Þar erum við líka að skoða aðgerðir gegn EES-borgurum hvað þetta varðar. “ Noregur ekki með töfralausnina Í grein Þorbjargar síðan í morgun er Ísland ýmist borið saman við Noreg eða öll hin Norðurlöndin. Markmiðið í útlendingamálum hér á landi sé að hafa þau með sambærilegum hætti og í Norðurlöndunum en það sé ekki töfralausn að gera allt eins og í Noregi. „En varðandi dvalarleyfin kallar þetta á mann. Þessi mikli munur á gjaldtöku, til dæmis, er mjög sláandi hvað varðar Noreg. Þar finnst mér heillandi þessi hugmyndafræði að skoða, hvað er það sem atvinnulífið er að kalla á? Hvernig stuðlum við að virkni þeirra sem hingað koma? Og gerum kröfur til okkar sjálfra um að móttökur séu með sómasamlegum hætti.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Frá þessu greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í aðsendri grein á Vísi, þar sem hún ber upp sjö staðreyndir í útlendingamálum. Á dögunum greindi Þorbjörg frá því í annarri grein að hún hygðist herða reglur í dvalarleyfismálum, sem vísað hefur verið til sem „norsku leiðarinnar“. Þar vakti hún athygli á að umsóknir um dvalarleyfi hefðu margfaldast síðustu ár og að fólksfjölgun hér á landi hefði verið meiri en innviðir og velferð landsins þoli. Ísland auglýst sem „auðvelt land“ Aðgerðir Þorbjargar koma í kjölfar ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa hér á landi. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar hafa sýnt aðgerðunum stuðning, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í greininni kemur fram að hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafi borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Við einfalda leit á netinu sjáist að Ísland sé núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum. Þorbjörg ræddi umfjöllunarefnið nánar í Bítinu. Hún segir frá því að fjórðungur innflytjenda setjist að á grundvelli dvalarleyfis á meðan um þrír fjórðu hlutar komi á grundvelli EES-samningsins. Umræddur fjórðungur þurfi sem fyrr segir að borga sextán þúsund krónur fyrir dvalarleyfið hér á landi en færi hann til annarra Norðurlanda þyrfti hann að borga allt að 170 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra segir í aðsendri grein að Ísland sé auglýst í Nígeríu sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum.Vísir/Vilhelm „Mér fannst mest sláandi að upplifa að þessi niðurstaða er ekki byggð á stefnu, að manni virðist. Það er engin stefna sem fór aflaga. Hún er byggð á stefnuleysi. Afleiðing þessa stefnuleysis er ákveðið stjórnleysi og við ætlum að vinda ofan af því.“ segir Þorbjörg Sigríður. Bætir við ákvæði um ítrekuð brot Þá segir hún frá frumvarpinu sem hún hyggst afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Í því er ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar ef menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Hún segir að gæta verði skynsemi í þeim málum. „Segjum að unglingsstelpa sé tekin fyrir búðarhnupl. Þýðir það að hún missi alþjóðlegu verndina? Ég segi nei. Við viljum vera skynsöm í þessu.“ En ofbeldisbrot? „Ofbeldisbrot, kynferðisbrot, alvarleg brot. Hiklaust já. Og það sem ég er að skoða og ætla að bæta við frumvarpið er að geta líka náð utan um skipulögð brot. Þó í því samhengi að þetta eru brot sem eru ekki ein og sér ekki svo alvarleg. En það er einhver tröppugangur í brotahegðun, ítrekuð brot. Við erum að tala um alvarleg brot annars vegar og ítrekuð brot hins vegar.“ Aðspurð segir Þorbjörg raunhæft að ná tökum á slíkum málum og fá afbrotamönnum vísað úr landi með nokkrum tækjum. „Eitt er afgerandi og markviss stefna stjórnvalda um að horfast í augu við að skipulögð brotastarfsemi hefur náð að festa rætur á Íslandi. Viðbragðið verður að vera í samræmi við það. Við erum að fara dálítið markvisst inn í það. Hitt er að á Suðurnesjunum sé hægt að frávísa fólki þegar það kemur til landsins þannig að það komi ekki inn til landsins,“ segir Þorbjörg. „Hitt er síðan það að geta brottvísað mönnum í kjölfar þess að þeir gerast sekir um afbrot. Þar erum við líka að skoða aðgerðir gegn EES-borgurum hvað þetta varðar. “ Noregur ekki með töfralausnina Í grein Þorbjargar síðan í morgun er Ísland ýmist borið saman við Noreg eða öll hin Norðurlöndin. Markmiðið í útlendingamálum hér á landi sé að hafa þau með sambærilegum hætti og í Norðurlöndunum en það sé ekki töfralausn að gera allt eins og í Noregi. „En varðandi dvalarleyfin kallar þetta á mann. Þessi mikli munur á gjaldtöku, til dæmis, er mjög sláandi hvað varðar Noreg. Þar finnst mér heillandi þessi hugmyndafræði að skoða, hvað er það sem atvinnulífið er að kalla á? Hvernig stuðlum við að virkni þeirra sem hingað koma? Og gerum kröfur til okkar sjálfra um að móttökur séu með sómasamlegum hætti.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33