Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 12:02 Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar