„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 20:47 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. „Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira