„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2025 12:52 Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58