Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2025 17:07 Björgvin Karl Gunnarsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins. vísir/guðmundur Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“
Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira