Fótbolti

„Töl­fræðin er eins og bikiní“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Pineda vakti athygli fyrir furðuleg ummæli sín eftir leik á dögunum.
Gonzalo Pineda vakti athygli fyrir furðuleg ummæli sín eftir leik á dögunum. Getty/Kevin C. Cox

Þjálfari hjá mexíkanska liðinu Atlas hefur verið gagnrýndur fyrir karlrembuummæli síns á dögunum en því náðu hann þegar hann var að tala um tölfræði í fótbolta.

Gonzalo Pineda átti farsælan fótboltaferil en það gengur ekki alveg eins vel hjá honum í þjálfarastarfinu.

Hann þjálfaði fyrst Atlanta United í MLS deildinni í þrjú ár með litlum árangri en hann tók síðan við liði Atlas F.C. í Mexíkó um síðustu áramót.

Ummæli Pineda eftir tap á móti sínum gömlu lærisveinum í Atlanta United eru að vekja mikla athygli þessa daga. Atlas liðinu hefur gengið illa í deildabikarnum þar sem lið frá Mexíkó keppa meðal annars við lið í Bandarikjunum.

Pineda reyndi að tala upp leik sinna manna en gerði það á afar sérstakan hátt. Svo sérstakan að ummæli hans fóru á flug á netinu.

Pineda var þarna að reyna að vera jákvæður og vildi gera lítið úr mikilvægi tölfræðinnar. Blaðamenn voru þá að spyrja hann út í slaka tölfræði Atlas liðsins.

„Tölfræðin er eins og bikiní,“ byrjaði Pineda og hélt svo áfram: „Þau sýna þér heilmikið en þeir sýna þér ekki bestu partana,“ sagði Pineda.

Þetta þótt skýrt dæmi um karlrembu og ónærgætin ummæli. Hann hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir viki'ð.

„Það er til tölfræði sem segir ekki góða sögu af mínu liði og þegar við skoðum það mikilvægasta, hvort þú vinnur eða tapar, þá hafa úrslitin ekki heldur verið að falla með okkur. Ég held samt að það séu hlutir sem við erum að gera vel en oft þegar þú byrjar að tapa þá fara allir í kringum þig að einblína á hið neikvæða. Þannig er bara fólk,“ sagði Pineda pirraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×