Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:40 Trump hefur boðað til blaðamannafundar í dag og hyggst grípa til aðgerða í höfuðborginni. Getty/@realdonaldtrump Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem hann hyggst tilkynna um aðgerðir til að fegra og tryggja öryggi höfuðborgarinnar Washington D.C. Trump hefur farið mikinn varðandi öryggismál í Washington síðustu daga, í kjölfar árásar á Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveit (DOGE) Elon Musk. Hópur ungmenna réðist að Coristine og kærustu hans í Logan Circle fyrir rúmri viku síðan. Kærastan komst inn í bifreið parsins en Coristine varð fyrir barsmíðum þar til lögreglu bar að. Tveir fimmtán ára einstaklingar frá Maryland hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Árásin virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. Sannleikurinn er sá að handtökum ungmenna hefur sannarlega fækkað frá því í fyrra en ofbeldisbrotum hefur sömuleiðis fækkað frá 2023. Trump hefur haldið því fram að Washington sé á góðri leið með að verða hættulegast borg heims og segir ungmenni og gengjameðlimi fara um og ráðast á borgara, ræna og skjóta. Hann hefur þegar gripið til aðgerða og meðal annars fyrirskipað að fulltrúar Alríkislögreglunnar taki þátt í eftirliti í borginni. Þá er hann sagður íhuga að senda þjóðvarðliða til borgarinnar. Forsetinn hefur einnig beint spjótum sínum að heimilislausum í borginni. „Heimilislausir verða að fara, SAMSTUNDIS,“ sagði Trump á Truth Social í gær, að því er virðist eftir að hafa orðið var við tjöld á leiðinni á golfklúbb sinn í Virginíu. „Við munum sjá ykkur fyrir samanstað en LANGT frá höfuðborginni,“ sagði hann. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, gefur lítið fyrir upphrópanir Trump varðandi glæpatíðnina en forsetinn segir hana hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Trump hefur farið mikinn varðandi öryggismál í Washington síðustu daga, í kjölfar árásar á Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveit (DOGE) Elon Musk. Hópur ungmenna réðist að Coristine og kærustu hans í Logan Circle fyrir rúmri viku síðan. Kærastan komst inn í bifreið parsins en Coristine varð fyrir barsmíðum þar til lögreglu bar að. Tveir fimmtán ára einstaklingar frá Maryland hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Árásin virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. Sannleikurinn er sá að handtökum ungmenna hefur sannarlega fækkað frá því í fyrra en ofbeldisbrotum hefur sömuleiðis fækkað frá 2023. Trump hefur haldið því fram að Washington sé á góðri leið með að verða hættulegast borg heims og segir ungmenni og gengjameðlimi fara um og ráðast á borgara, ræna og skjóta. Hann hefur þegar gripið til aðgerða og meðal annars fyrirskipað að fulltrúar Alríkislögreglunnar taki þátt í eftirliti í borginni. Þá er hann sagður íhuga að senda þjóðvarðliða til borgarinnar. Forsetinn hefur einnig beint spjótum sínum að heimilislausum í borginni. „Heimilislausir verða að fara, SAMSTUNDIS,“ sagði Trump á Truth Social í gær, að því er virðist eftir að hafa orðið var við tjöld á leiðinni á golfklúbb sinn í Virginíu. „Við munum sjá ykkur fyrir samanstað en LANGT frá höfuðborginni,“ sagði hann. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, gefur lítið fyrir upphrópanir Trump varðandi glæpatíðnina en forsetinn segir hana hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira