Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 14:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þungum áhyggjum af meintri glæpaöldu í Washington eftir að ráðist var á fyrrverandi starfsmann D.O.G.E. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. „Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Við ætlum að endurheimta höfuðborgina okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag og er hann tilkynnti að hann hefði virkjað lagaákvæði sem setji lögregluna undir stjórn alríkisins. Í gær hét forsetinn því að fjarlæga heimilislausa úr höfuðborginni og fangelsa glæpamenn. Muriel Bowser, borgarstjóri úr röðum demókrata, hafði þó bent á á að engin sérstök aukning á glæpatíðni ætti sér stað í Washington. Forsetinn sagði Bowser hafa fengið gnótt tækifæra til að taka á málum og virðist hóta því undir rós að taka fram fyrir hendurnar á henni með boðuðum aðgerðum. Ný tölfræði sem Newsweek greindi frá í síðustu viku sýnir að dregið hafi úr tíðni alvarlegra glæpa milli 2023 og 2024 en vissulega hefur glæpatíðni síðustu fimm ára verið sú hæsta síðan 2008. Sér til rökstuðnings á fundinum benti Trump á að morðtíðni væri hærri í Washington heldur en í Bógota, Panamaborg og fleiri stöðum. „Gera höfuðborgina frábæra á ný“ Yfirlýsingar Trumps koma í framhaldi af því að ráðist var á hinn nítján ára Edward „big balls“ Coristine, einn þekktari meðlima niðurskurðarsveitar (DOGE) Elons Musks fyrir rúmri viku síðan. Tveir fimmtán ára drengir voru handteknir í tengslum við líkamsárásina sem virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á forsetanum, sem segir nú þvert á allar tölur að glæpir séu á feiknaflugi í höfuðborginni. New York Times segjast hafa heimildir fyrir því að Trump muni senda hundruð þjóðvarðaliða til Washington sem hluta af átaki sínu um að draga úr glæpum í borginni. Í færslu á Truth Social í morgun skrifaði Trump að hann vilji „GERA HÖFUÐBORG OKKAR FRÁBÆRA Á NÝ“, eins og svo margt annað. Þrátt fyrir að glæpatíðni fari minnkandi í borginni hefur Bandaríkjaforsetinn haldið því fram að hún sé „farin gjörsamlega úr böndunum.“ „Hreinsa götur“ Í aðdraganda fundarins hafði Kristi L. Noem, forstjóri hjá heimavörnum Bandaríkjanna, tilkynnt á Truth social að fulltrúar Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (I.C.E) og tollsins hafi verið ræstir út í borginni til að „hjálpa við að hreinsa götur“ höfuðborgarinnar. Reuters hafði greint frá því í morgun að til greina kæmi að senda þjóðvarðliða til borgarinnar en starfsmaður ráðuneytisins segir við Times að þeir muni ekki hafa heimild til að handtaka fólk heldur muni þeir styðja við lögregluna. Auk þess sagðist New York Times hafa heimildir fyrir því að 120 fulltrúar alríkislögreglunnar, FBI, yrðu tímabundið settir á næturvaktir í Washington. Í sumar ræsti Trump út tæplega fimm þúsund þjóðvarðliða í Los Angeles til þess að stöðva mótmæli gegn handtökuherferð I.C.E., í Kaliforníu. Enn eru um 250 þjóðvarðliðar í borginni vegna málsins. Á fyrra kjörtímabili sínu ræsti Trump út þjóðvarðliða til að stöðva mótmæli í Black Lives Matter-mótmælabylgjunni í Bandaríkjunum 2020.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira