Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 19:35 Annað kínverska skipið skemmdist töluvert meira en hitt. AP Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira