Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Aron Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2025 13:03 Alexander Isak ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle United Vísir/Getty David Ornstein, blaðamaður The Athletic segir það staðfasta skoðun sænska framherjans Alexander Isak að hann muni aldrei aftur spila fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United jafnvel þó að hann verði ekki seldur í yfirstandandi félagsskiptaglugga. Isak hefur ekkert ekkert komið við sögu á undirbúningstímabili Newcastle United fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Newcastle United á leik gegn Aston Villa á laugardaginn kemur en þar mun Alexander Isak ekki spila. Leikmaðurinn vill yfirgefa félagið og ganga í raðir Englandsmeistara Liverpool. David Ornstein segir í grein sem birtist á vef The Athletic í morgun að það sé skilningur miðilsins að Isak ætli sér aldrei aftur að spila fyrir Newcastle United, það verði raunin þó svo að ef kæmi til þess að hann yrði ekki seldur frá félaginu í yfirstandandi félagsskiptaglugga. Þessi 25 ára gamli Svíi lék lykilhlutverk í liði Newcastle United á síðasta tímabili þar sem að liðið bar sigur úr býtum í enska deildarbikarnum og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili. Hann skoraði 27 mörk í 42 leikjum og gaf sex stoðsendingar. Samningur Isak við Newcastle United gildir fram á mitt ár 2028, Liverpool hafði lagt fram kauptilboð í hann sem hljóðaði upp á 110 milljónir punda en því var hafnað. Það er skilningur Ornstein að forráðamenn Newcastle United gætu hallast að því að selja Svíann leggi Liverpool fram hærra tilboð í hann en að þeir þurfi á sama tíma að finna arftaka hans. Samkvæmt heimildum Ornstein á Isak að hafa tjáð forráðamönnum Newcastle United það á síðasta tímabili að það yrði hans síðasta hjá félaginu eftir að ljóst var að honum yrði ekki boðinn nýr samningur á þeim tímapunkti þar sem að Newcastle þyrfti að halda sig innan skilyrða fjármálareglna fótboltafélaga. Einhverjir hjá Newcastle taka fyrir það að þetta hafi verið staðan og að Svíinn hafi ætlað að taka upp þráðinn í viðræðum við félagið eftir síðasta tímabil. Ornstein segir hins vegar að Isak hafi tjáð Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, það tveimur vikum fyrir lok síðasta tímabils að hann vildi fara frá félaginu og aftur eftir lokaleikinn gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur enn áhuga á leikmanninum, Isak vill fara til Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Isak hefur ekkert ekkert komið við sögu á undirbúningstímabili Newcastle United fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Newcastle United á leik gegn Aston Villa á laugardaginn kemur en þar mun Alexander Isak ekki spila. Leikmaðurinn vill yfirgefa félagið og ganga í raðir Englandsmeistara Liverpool. David Ornstein segir í grein sem birtist á vef The Athletic í morgun að það sé skilningur miðilsins að Isak ætli sér aldrei aftur að spila fyrir Newcastle United, það verði raunin þó svo að ef kæmi til þess að hann yrði ekki seldur frá félaginu í yfirstandandi félagsskiptaglugga. Þessi 25 ára gamli Svíi lék lykilhlutverk í liði Newcastle United á síðasta tímabili þar sem að liðið bar sigur úr býtum í enska deildarbikarnum og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili. Hann skoraði 27 mörk í 42 leikjum og gaf sex stoðsendingar. Samningur Isak við Newcastle United gildir fram á mitt ár 2028, Liverpool hafði lagt fram kauptilboð í hann sem hljóðaði upp á 110 milljónir punda en því var hafnað. Það er skilningur Ornstein að forráðamenn Newcastle United gætu hallast að því að selja Svíann leggi Liverpool fram hærra tilboð í hann en að þeir þurfi á sama tíma að finna arftaka hans. Samkvæmt heimildum Ornstein á Isak að hafa tjáð forráðamönnum Newcastle United það á síðasta tímabili að það yrði hans síðasta hjá félaginu eftir að ljóst var að honum yrði ekki boðinn nýr samningur á þeim tímapunkti þar sem að Newcastle þyrfti að halda sig innan skilyrða fjármálareglna fótboltafélaga. Einhverjir hjá Newcastle taka fyrir það að þetta hafi verið staðan og að Svíinn hafi ætlað að taka upp þráðinn í viðræðum við félagið eftir síðasta tímabil. Ornstein segir hins vegar að Isak hafi tjáð Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, það tveimur vikum fyrir lok síðasta tímabils að hann vildi fara frá félaginu og aftur eftir lokaleikinn gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur enn áhuga á leikmanninum, Isak vill fara til Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira