Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Kristján Már Unnarsson skrifar 12. ágúst 2025 13:50 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra byrjar í dag fundaferð um samgöngumál og önnur málefni sem heyra undir ráðuneyti hans. Vísir/Anton Brink Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum: Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum:
Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21