Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 15:48 Frá vinstri: Kristján Jón Jónatansson, framkvæmdastjóri Klínikunnar, Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúlkratrygginga, Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Hannes Sigurjónsson, læknir hjá Læknahúsinu DEA Medica, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stoðkerfa. Vísir/Bjarni Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf., í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, hafa gert með sér samning um framkvæmd liðskipta-, bak-, kviðsjár-, og brjóstaminnkunaraðgerða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til næstu þriggja ára. Heilbrigðisráðherra, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og forsvarsmenn þjónustuveitenda staðfestu samninginn í höfuðstöðvum SÍ í dag, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að bætt aðgengi sjúklinga að nauðsynlegri þjónustu, skýrari umgjörð hennar og stytting biðlista eru helstu markmið samningsins. Miðað við fyrirliggjandi fjármagn tryggi samningarnir um þúsund aðgerðir á ársgrundvelli, þar af um sex hundruð liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og sextíu brjóstaminnkunaraðgerðir. Í samningunum felist sveigjanleiki sem gerir kleift að fjölga aðgerðum innan hvers árs, fáist til þess auknar fjárveitingar, og ekki þurfi að semja um það sérstaklega. Eins sé hægt að beina auknu fjármagni í tiltekna aðgerðaflokka umfram aðra ef þess gerist þörf. Aðgerðir ekki gerðar án greiðsluþátttöku Í samningnum sé sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir aðilar sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera aðgerðir af sama tagi án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef brýn nauðsyn krefst geti þjónustuaðili þó sótt um undanþágu til SÍ frá þessu ákvæði sem afgreidd er í ljósi þess hvort undanþágubeiðnin byggi á málefnalegum sjónarmiðum. „Ég tel þetta góða og skynsamlega samninga þar sem hagsmunir sjúklinganna, gæði þjónustunnar, skilvirkni og hagkvæmni eru í fyrirrúmi. Þetta eru jafnframt fyrstu heildstæðu langtímasamningarnir um þessa þjónustu. Það skapar sjúklingum og þjónustuveitendum aukinn fyrirsjáanleika sem er ótvíræður hagur beggja. Fyrst og síðast er markmiðið að stytta biðlista og þar með bið sjúklinga eftir þessum mikilvægu og lífsbætandi aðgerðum“ er haft eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands tekur í sama streng: „Með þeim er almenningi tryggt bætt aðgengi að brýnni þjónustu, sem mun stytta biðlista og létta álagi af Landspítala og öðrum sjúkrahúsum. Með langtímasamningum tryggjum við meiri stöðugleika og við höfum stigið mikilvæg skref til að treysta gæði og umgjörð þjónustunnar.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og forsvarsmenn þjónustuveitenda staðfestu samninginn í höfuðstöðvum SÍ í dag, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að bætt aðgengi sjúklinga að nauðsynlegri þjónustu, skýrari umgjörð hennar og stytting biðlista eru helstu markmið samningsins. Miðað við fyrirliggjandi fjármagn tryggi samningarnir um þúsund aðgerðir á ársgrundvelli, þar af um sex hundruð liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og sextíu brjóstaminnkunaraðgerðir. Í samningunum felist sveigjanleiki sem gerir kleift að fjölga aðgerðum innan hvers árs, fáist til þess auknar fjárveitingar, og ekki þurfi að semja um það sérstaklega. Eins sé hægt að beina auknu fjármagni í tiltekna aðgerðaflokka umfram aðra ef þess gerist þörf. Aðgerðir ekki gerðar án greiðsluþátttöku Í samningnum sé sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir aðilar sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera aðgerðir af sama tagi án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef brýn nauðsyn krefst geti þjónustuaðili þó sótt um undanþágu til SÍ frá þessu ákvæði sem afgreidd er í ljósi þess hvort undanþágubeiðnin byggi á málefnalegum sjónarmiðum. „Ég tel þetta góða og skynsamlega samninga þar sem hagsmunir sjúklinganna, gæði þjónustunnar, skilvirkni og hagkvæmni eru í fyrirrúmi. Þetta eru jafnframt fyrstu heildstæðu langtímasamningarnir um þessa þjónustu. Það skapar sjúklingum og þjónustuveitendum aukinn fyrirsjáanleika sem er ótvíræður hagur beggja. Fyrst og síðast er markmiðið að stytta biðlista og þar með bið sjúklinga eftir þessum mikilvægu og lífsbætandi aðgerðum“ er haft eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands tekur í sama streng: „Með þeim er almenningi tryggt bætt aðgengi að brýnni þjónustu, sem mun stytta biðlista og létta álagi af Landspítala og öðrum sjúkrahúsum. Með langtímasamningum tryggjum við meiri stöðugleika og við höfum stigið mikilvæg skref til að treysta gæði og umgjörð þjónustunnar.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira