Innlent

Fækkar sí­fellt í Þjóð­kirkjunni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands.
Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar sífellt, en frá 1. desember síðastliðnum hefur skráðum meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 385. Haldi sú þróun áfram styttist í að minna en helmingur þjóðarinnar sé í Þjóðkirkjunni.

54,9 prósent íslensku þjóðarinnar voru skráð í Þjóðkirkjuna 1. ágúst síðastliðinn en fer þeim fækkandi með hverju ári. Árið 2019 voru 65, 2 prósent skráð í kirkjuna samkvæmt fréttatilkynningu Þjóðskrár. 

Frá áramótum skráðu sig flestir í Kaþólsku kirkjuna, eða 221 einstaklingur. Skráðir meðlimir hennar eru nú tæplega sextán þúsund manns og gerir það hana að næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélagi landsins. Þriðja fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélagið er Fríkirkjan í Reykjavík sem hefur 9960 skráða meðlimi. 

212 manns skráðu sig utan trú- og lífsskoðunarfélaga á tímabilinu en alls eru rétt tæplega 31 þúsund manns sem hafa skráð sig utan félaganna. Rúmlega 92 þúsund landsmanna eru með ótilgreinda skráningu sem þýðir að viðkomandi hafi ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×