Enski boltinn

Vildi hvergi annars­staðar spila

Siggeir Ævarsson skrifar
Grealish segist vera í sjöunda himni með sitt nýja félag
Grealish segist vera í sjöunda himni með sitt nýja félag Twitter@Everton

Félagaskipti Jack Grealish til Everton hafa að vonum vakið nokkra athygli enda er Grealish dýrasti leikmaður í sögu Manchester City. Hann fer nú á láni til Everton en að hans sögn er Everton draumaliðið hans.

„Ég er í sjöunda himni að hafa skrifað undir hjá Everton. Þetta er risastórt í mínum huga. Þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðingsmenn. Um leið og ég talaði við stjórann vissi ég að það væri bara eitt lið sem ég vildi fara til. Á samfélagsmiðlum er ég að drukkna í skilaboðum frá stuðningsmönnum sem er önnur ástæða fyrir því að ég valdi Everton.“

„Ég vil segja takk við þá alla og þakka fyrir skilaboðin sem ég hef þegar fengið. Takk fyrir alla ástina og stuðninginn. Ég vona að ég geti endurgoldið þetta og er viss um að ég muni gera það.“

Grealish mun leika í treyju númer 18 hjá Everton, sömu treyju og Wayne Rooney og Paul Gascoigne, sem eru að hans sögn hans uppáhalds ensku leikmenn svo að það kom ekkert annað númer til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×