Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 10:42 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, (t.h.) með Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, (t.v.) í Berlín í maí. Þeir hittast aftur í þýsku höfuðborginni í dag. AP/Markus Schreiber Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ætla að hittast í Elmendorf-Richardson-herstöðinni við Anchorage í Alaska á föstudag. Umræðuefnið verður stríð Rússa í Úkraínu. Hvorki Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, né evrópskum leiðtogum var boðið til fundarins. Ráðamenn í Evrópu reyna nú hvað þeir geta að tryggja að raddir Úkraínumanna og Evrópu berist inn á fund gömlu kaldastríðsfjendanna. Trump, sem lofaði því á sínum tíma að hann næði að stöðva stríðið áður en hann tæki einu sinni við sem forseti, hefur ítrekað sýnt að hann hefur meiri samúð með málstað Rússa en aðrir vestrænir leiðtogar. Selenskíj er væntanlegur til fundar við Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Þeir verða saman á fjarfundi með öðrum evrópskum ráðamönnum, þar á meðal Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Í kjölfarið eiga að Evópumennirnir fjarfund með Trump og J.D. Vance, varaforseta hans. Eftir þann fund ætla bakhjarlar Úkraínu í Evrópu sem eru tilbúnir að tryggja öryggi Úkraínu þegar og ef vopnahlé næst að funda. Pútín gæti notfært sér staðarvalið fyrir fundinn Á meðal þess sem Selenskíj og evrópskir leiðtogar leggja áherslu á er að landamærum Úkraínu verði ekki breytt með valdi. Trump hefur aftur á móti sagt að Úkraínumenn þurfi líklega að gefa eftir landsvæði til þess að fá Rússa að samningaborðinu. Selenskíj segir ekki koma til greina að gefa austurhéraði Donbas upp á bátinn því Rússar notuðu það þá síðar sem stökkpall til frekari landvinninga. Í þessu ljósi setja sumir spurningarmerki við val Trump á fundarstað. Alaska var hluti af Rússlandi en Bandaríkin keyptu landsvæðið af rússneska keisaranum fyrir rúmri einni og hálfri öld. „Það er auðvelt að ímynda sér að Pútín beiti þeim rökum á þessum fundi með Trump að „Sjáðu til, landsvæði skipta um hendur. Við gáfum ykkur Alaska. Hvers vegna getur Úkraínu ekki gefið okkur hluta af landsvæði sínu?“,“ segir Nigel Gould-Davies, fyrrverandi sendiherra Breta í Belarús, við Sky-fréttastöðina. Ítrekað dregið Trump og aðra á asnaeyrunum Óljóst er hverju fundur Trump og Pútín í Alaska á að áorka. Trump hefur lýst fundinum sem „þreifingum“ til þess að meta friðarvilja rússneska starfsbróður síns. Ekkert hefur komið fram til þessa sem bendir til þess að Pútín sé tilbúinn að gefa afslátt af ítrustu kröfum sínum og markmiðum stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hefur ítrekað dregið Trump og aðra leiðtoga á asnaeyrunum með því að ýja að því að hann gæti fallist á vopnahlé. Hann lét til að mynda ekki sjá sig í Tyrklandi þegar Selenskíj sagðist tilbúinn að hitta hann þar til friðarviðræðna fyrr á þessu ári. Síðasta fundi Trump og Pútín, í Helsinki árið 2018, lýsti John McCain heitinn, þáverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokks og fyrrverandi forsetaframbjóði, sem skammarlegustu frammistöðu bandarísks forseta fyrr og síðar. Þá tók Trump afstöðu með Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna þegar hann var spurður að því hvort að Rússa hefðu haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira