Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 13:16 Donnarumma yrði sá fyrsti til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald Persaflóaríkjanna. EPA/FRANCK FIFE / POOL MAXPPP OUT Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira