Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 18:33 Beate Gangås, yfirmaður PST, og Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar. EPA Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg. Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg.
Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent