Erlent

Sprengingar eftir eldingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldingin olli tveimur sprengingum.
Eldingin olli tveimur sprengingum.

Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu.

Rafmagnslaust varð á svæðinu þar í kring og þurfti að loka hraðbrautinni í nokkrar klukkustundir. Önnur minni sprenging varð hinu megin við hraðbrautina.

Héraðsmiðillinn WCSC hefur eftir lögreglunni að engan hafi sakað vegna eldingarinnar eða sprengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×