Haraldur Briem er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 07:33 Haraldur Briem er látinn en hann gegndi stöðu sóttvarnarlæknis í átján ár. Stjórnarráðið Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því. Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því.
Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent