Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Agnar Már Másson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 16:59 Málið er enn ekki komið á ákærusvið og enn virðist fullt eftir af rannsókninni. Vísir/Fastinn/Já.is/Getty Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu. Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu.
Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira