Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjart­sýnni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Amorim tók við Manchester United í nóvember á síðasta ári.
Ruben Amorim tók við Manchester United í nóvember á síðasta ári. getty/Yu Chun Christopher Wong

Þrátt fyrir að Manchester United hafi endað í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er Ruben Amorim bjartsýnn fyrir veturinn.

United tekur á móti Arsenal á morgun í stórleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Amorim kveðst vera nokkuð sáttur með stöðuna á Rauðu djöflunum.

„Það er erfitt að vita því við getum ekki breytt öllu á fjórum vikum en við erum betri,“ sagði Amorim.

„Við æfum stífar og betur og vitum að við erum betur í stakk búnir til að takast á við leikina. Ég er bjartsýnni. Það er ljóst,“ bætti Portúgalinn við.

United vann aðeins ellefu af 38 deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og hafði ekki endað neðar í töflunni í rúmlega hálfa öld. Liðið komst hins vegar í úrslit Evrópudeildarinnar en tapaði þar fyrir Tottenham, 1-0.

Leikur Manchester United og Arsenal hefst klukkan 15:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×