„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Eberechi Eze er enn leikmaður Crystal Palace en félagaskiptaglugginn er opinn til mánaðamóta. Getty/Justin Setterfield Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í sumar um stjörnuleikmenn Palace, þá Eberechi Eze og Marc Guéhi, hvort þeir séu á förum og þá hvert. Eze hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham en Liverpool er sagt í viðræðum við Palace um kaup á Guéhi. Báðir voru hins vegar í byrjunarliði Palace í gær, í markalausa jafnteflinu við Chelsea, og þar skoraði Eze úr aukaspyrnu en markið var dæmt af því Guéhi var of nálægt varnarveggnum. Félagaskiptaglugginn lokast 1. september en erfitt var að heyra af svörum Glasner eftir leik í gær hvort Eze og Guéhi yrðu farnir fyrir þann tíma. 🗣️ Oliver Glasner on Eberechi Eze's reported move to Tottenham: "Good advice to all the children watching: don't believe everything you read, especially on the internet." pic.twitter.com/lQRvRON5WJ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 18, 2025 „Þetta er ekkert persónulegt gagnvart ykkur [blaðamönnum] en ráð fyrir krakkana; ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu, og það á við hérna. Hver veit hvort það sem skrifað er sé satt. Það eru svo margir orðrómar og allir að segja eitthvað sem kannski hentar þeim. Ég sé leikmennina á hverjum degi, á æfingum, og ef að meirihlutinn af því sem er skrifað væri sannur þá væru þeir ekki að standa sig svona. Þeir myndu ekki sýna þá skuldbindingu sem þeir gera. Það er ekki mögulegt. Ég er nokkuð rólegur en ég veit líka að það eru tvær vikur til stefnu og ég veit líka að klásúlan í samningi Ebs [Eze] er runnin út svo að félagið ræður og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Glasner. Palace tekur á móti norska liðinu Fredrikstad á fimmtudagskvöld, í umspilinu sem Breiðablik tekur einnig þátt í um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Með bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hefði Palace reyndar átt að fara í Evrópudeildina en var dæmt til að fara frekar í Sambandsdeildina vegna eigendamála Bandaríkjamaðurinn John Textor átti stóran hlut í bæði Palace og franska liðinu Lyon sem leikur í Evrópudeildinni. Næsti deildarleikur Palace er við Nottingham Forest á sunnudaginn en Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira