Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 09:30 Matheus Cunha var líflegur í liði Manchester United í gær en náði ekki að skora frekar en aðrir leikmenn liðsins. Getty/Stu Forster Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. „Væntingarnar hjá United eru orðnar svo litlar að jafnvel Gary [Neville] sagði í lýsingunni að allir væru sáttir eftir 1-0 tap. Þeir verða að gera betur. Þetta veldur mér áhyggjum,“ sagði Keane þegar hann fór yfir leikinn í útsendingu Sky Sports. Gamli United-fyrirliðinn var þó nokkuð hrifinn af því sem að Matheus Cunha og Bryan Mbeumo buðu upp á fram á við en eina mark leiksins skoraði Riccardo Calafiori með skalla eftir hornspyrnu. „Ég held að með komu þessara nýju leikmanna og miðað við það sem þeir sýndu þá sé það hughreystandi. Þeir litu út eins og Manchester United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna. Þeir eru góðir karakterar,“ sagði Keane. „En við höfum sagt það oft áður að það eru vandræði þarna baka til. Það er verið að tala um að þeir séu ekki leiðinlegir en á endanum snýst þetta um að skora mörk til að vinna fótboltaleiki því annars ertu alltaf undir pressu,“ sagði Keane en bætti við: „Væntingarnar hjá félaginu eru svo lágar að það eru nánast allir bara ánægðir,“ og var þá spurður hvar hann teldi að United myndi enda: „Tíunda, mögulega níunda sæti.“ „Sumir af nýju mönnunum gáfu góð fyrirheit. Þeir fóru fram völlinn af smá krafti. Hlutirnir munu batna og þetta er erfitt gegn Arsenal, en engin mörk og enn eitt tapið. Það eru enn vandamál til staðar hjá Manchester United,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
„Væntingarnar hjá United eru orðnar svo litlar að jafnvel Gary [Neville] sagði í lýsingunni að allir væru sáttir eftir 1-0 tap. Þeir verða að gera betur. Þetta veldur mér áhyggjum,“ sagði Keane þegar hann fór yfir leikinn í útsendingu Sky Sports. Gamli United-fyrirliðinn var þó nokkuð hrifinn af því sem að Matheus Cunha og Bryan Mbeumo buðu upp á fram á við en eina mark leiksins skoraði Riccardo Calafiori með skalla eftir hornspyrnu. „Ég held að með komu þessara nýju leikmanna og miðað við það sem þeir sýndu þá sé það hughreystandi. Þeir litu út eins og Manchester United leikmenn, tilbúnir að takast á við pressuna. Þeir eru góðir karakterar,“ sagði Keane. „En við höfum sagt það oft áður að það eru vandræði þarna baka til. Það er verið að tala um að þeir séu ekki leiðinlegir en á endanum snýst þetta um að skora mörk til að vinna fótboltaleiki því annars ertu alltaf undir pressu,“ sagði Keane en bætti við: „Væntingarnar hjá félaginu eru svo lágar að það eru nánast allir bara ánægðir,“ og var þá spurður hvar hann teldi að United myndi enda: „Tíunda, mögulega níunda sæti.“ „Sumir af nýju mönnunum gáfu góð fyrirheit. Þeir fóru fram völlinn af smá krafti. Hlutirnir munu batna og þetta er erfitt gegn Arsenal, en engin mörk og enn eitt tapið. Það eru enn vandamál til staðar hjá Manchester United,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira