Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 07:02 Klappstýrurnar Shiek og Conn virðast hafa stuðað marga stuðningsmenn Minnesota Vikings. Minnesota Vikings NFL félagið Minnesota Vikings bauð upp á tvær karlkyns klappstýrur í síðasta heimaleik og það má með sanni segja að það hafi kallað á hörð viðbrögð hjá sumum. Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch) NFL Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Vikings stendur fast í fæturna þrátt fyrir mikla gagnrýni og segist ætla að standa með öllum sínum klappstýrum sama af hvaða kyni þær séu. „Við styðjum allar okkar klappstýrur,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem karlmenn koma fram sem klappstýrur en þeir Shiek og Conn vöktu talsverða athygli að þessu sinni. New York Post segir að fjölmargir stuðningsmenn Minnesota Vikings hafi brugðist illa við. Sumir hafa látið heyra í sér og aðrir hafa hótað því hreinlega að sniðganga heimaleiki liðsins á meðan karlarnir tveir dansa með konunum. „Þótt að sumir stuðningsmenn séu að sjá karlkyns klappstýrur í fyrsta sinn á Víkingsleik þá hafa karlkyns klappstýrur verið hluti að klappstýruliði Víkinganna áður. Karlar hafa líka oft komið við sögu hjá klappstýruliðum í bæði háskólaboltanum og í atvinnumannaboltanum,“ sagði í yfirlýsingu frá Minnesota Vikings. Þar kemur líka fram að einn þriðji af liðunum í NFL séu með karlkyns klappstýrur. „Allir sem koma að okkar klappstýruliði hafa mikla reynslu af dönsum og hafa öll gengið í gegnum sömu áheyrnarpróf. Einstaklingarnir eru metnir út frá hæfileikum sínum, ástríðu fyrir dansi og skuldbindingu við að bæta upplifun áhorfenda. Við styðjum allar okkar klappstýrur og erum stolt af því hvernig þau vinna sem sendiherrar okkar félags,“ sagði í yfirlýsingunni frá Víkingunum. View this post on Instagram A post shared by CelebWatch (@thecelebwatch)
NFL Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira