Sport

Dag­skráin: Besta deild kvenna og bar­áttan um Meistara­deildarsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þróttarakonur þurfa sigur ætli þær ekki að missa Blikana of langt frá sér.
Þróttarakonur þurfa sigur ætli þær ekki að missa Blikana of langt frá sér. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

Tveir leikir verða í beinni í Bestu deild kvenna í fótbolta en það er leikur Fram og Víkings annars vegar og svo leikur Þróttar og Vals hins vegar.

Það verða einnig sýndir þrír leikir beint úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu en nú er barist um eftirsótt sæti í riðlakeppninni.

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Basel og FCK Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 2

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Celtic og Kairat Almaty í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Fenerbahce og Benfica í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik New York Mets og Washington Nationals í bandaríska hafnaboltanum.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Þróttar og Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Fram -og Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×