Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Ég hugsa oft aftur til bernsku minnar. Litill drengur, sitjandi aftast í skólastofunni. Ég var ekkert sérstaklega góður námsmaður og fannst erfiðast að lesa og þegar kennarinn kallaði mig upp til að lesa upphátt, festist röddin í hálsinum og ég kom ekki upp orði. Nokkrir hlógu en kennarinn reyndi að létta stemminguna, og í minni upplifun brotnaði ég fyrir framan allan bekkinn og innra með mér heyrði ég smell í hurð sem erfitt var að opna aftur. Ég sagði við sjálfan mig „Þetta gerist ekki aftur." Foreldrar mínir unnu mikið og báru áhyggjur eins og oft er á stórum heimilum. Ég lærði snemma að lesa stemminguna og vissi hvenær best var að tala og hvenær ég ætti að hverfa inn í mínar dýpstu hugsanir. Þögnin var stundum öruggari en orðin. Sem barn var ég bæði viðkvæmur og þrjóskur, ég elskaði að syngja og dansa, og dvelja í litríkum heimi söngleikja og drauma. En á sama tíma myndaðist önnur hlið, ég varð uppreisnargjarn, þrjóskaðist gegn reglum og fór eigin leiðir. Foreldrar mínir áttu erfitt með að hemja mig og útivistarbönn voru þeirra helsta úrræði en ég fann alltaf leiðir til að komast hjá þeim. Ég laumaðist út á kvöldin, sveigði reglur og prófaði sífellt mörkin. Ein minning frá þessum árum stendur þó skýrt upp úr. Ég sat í kvikmyndahúsi með eldri strákum sem ég leit upp til. Í sakleysi mínu kallaði ég af innlifun "Passaðu þig!" þegar hetja myndarinnar lenti í hættu. Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði „haltu kjafti, auminginn þinn“ Það var eins og tíminn stöðvaðist, augun fylltust af tárum en enginn fékk að sjá þau. Þarna skelltist hurð sem hefur ómað innra með mér í áraraðir. Viðkvæmnin var lokuð inni í herbergi hugans, og slagbrandur settur fyrir. Kaldhæðni, fjarlægð og afneitun tóku við. Ég taldi mig ekki lengur særanlegan eða þannig sannfærði ég mig. Ég leit stórt á mig á skólaárunum og lét ekki segja mér fyrir verkum, mótmælti og hélt í eigin skoðanir. En undir yfirborðinu bjó ótti. Ótti við að mistakast, við að bregðast. Betra að virðast kærulaus en að reyna og falla. Smám saman fór ég að trúa því sjálfur að þetta væri einfaldlega minn eðlilegi karakter. Unglingsárin voru tími flótta, ég fann félaga sem hugsaði svipað og við grínuðumst með allt sem var raunverulegt og heiðarlegt. Svo komu drykkirnir, fyrst áfengi og svo sterkara. Á meðan áhrifin stóðu yfir fannst mér eins og hurðirnar opnuðust, eins og líf kæmi aftur í herbergi hugans. En þegar allt grín þagnaði var ég fastari en áður. Hegðun sem átti að veita mér frelsi, batt mig enn fastar. Ég valdi aðstæður sem héldu mér í sömu gömlu mynstrunum og uppreisnin sem eitt sinn verndaði mig, varð að fjötrum. Ég hélt áfram að klæðast grímunni ekki vegna styrks, heldur vegna ótta. Í gegnum lífið og með tímanum kviknaði innsýn. Ég áttaði mig á því að stærsta fangelsið var ekki heimurinn í kringum mig, heldur það sem ég ól innra með mér. Fangelsi hugans, byggt úr ótta, skömm og bældum minningum sem ég hafði ég sjálfur smíðað, múrstein fyrir múrstein. Ferðin til frelsis hófst ekki með dramatík heldur með einlægni. Með því að segja "Ég get þetta ekki lengur, viltu hjálpið mér". Að leita hjálpar og horfast í augu við sársaukann og snúa aftur inn í herbergin sem höfðu verið læst svo lengi að ég hafði gleymt þeim. Þar leyndust minningar, mistök og missir, en líka dýrmæt innsýn, tenging og styrkur. Með hverju skrefi fann ég meira rými. Þegar ég sá mynstrin skýrar, missti óttinn vald sitt. Óskapnaðurinn sem hafði vaktað hurðarnar reyndist ekki skrímsli heldur hluti af mér sem aldrei hafði fengið að tala. Í gegnum áratuga ferðalag hef ég hitt ótal manneskjur sem hafa gengið svipaðan veg. Ég sé sársaukann í augum þeirra, stífleika í líkamsstöðunni og þungann á herðum þeirra. Ég sé hann líka í ungmennum sem eru að stíga sömu skref og ég, jafnvel áður en þau hafa fengið raunverulegt tækifæri spreyta sig í lífinu. Öll þekkjum við söguna um Don Kíkóta og ég sé hana svona: Hann sem steig út fyrir ramma hversdagsleikans, barðist við vindmyllur sem hann sá sem risaeðlur og varð að hlátursefni heimsins. En fyrir mér hefur hann alltaf verið eitthvað annað og meira. Hann var maður sem þorði að fylgja hjartanu, jafnvel þótt það virtist fáránlegt. Hann var ekki að flýja raunveruleikann, heldur var hann að skapa sinn eigin sannleika sem hann gat lifað með. Ferðalagið mitt líkist hans á vissan hátt. Ég hef líka barist, ekki við vindmyllur, heldur við skugga, fortíð, sjálfsmyndir sem öðrum fannst kannski ekki raunverulegar, en fyrir mér voru þær ógnvekjandi. Ég stóð oft einn með sverðið í hönd, með hlæjandi heiminn á móti mér, en upplifði að ef ég myndi leggja það frá mér, þá væri ég ekki lengur ég. Kannski er þetta það sem lífið snýst um. Ekki að reyna að vinna allar orrusturnar, heldur að velja þær sem skipta máli. Að halda áfram að mæta í eigið líf dag eftir dag, hurð eftir hurð. Að vera, eins og Don Kíkóti, trúr þeirri sýn sem gefur manni merkingu, styrk og von. Ljósinu sem ég leitaði að fann ég ekki í öðrum, það kviknaði þegar ég hætti að flýja sjálfan mig. Og þegar ég horfi til baka, þá var stærsta skrefið það einfaldasta. Að segja það orð sem opnaði fyrstu hurðina. Hjálp! Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Ég hugsa oft aftur til bernsku minnar. Litill drengur, sitjandi aftast í skólastofunni. Ég var ekkert sérstaklega góður námsmaður og fannst erfiðast að lesa og þegar kennarinn kallaði mig upp til að lesa upphátt, festist röddin í hálsinum og ég kom ekki upp orði. Nokkrir hlógu en kennarinn reyndi að létta stemminguna, og í minni upplifun brotnaði ég fyrir framan allan bekkinn og innra með mér heyrði ég smell í hurð sem erfitt var að opna aftur. Ég sagði við sjálfan mig „Þetta gerist ekki aftur." Foreldrar mínir unnu mikið og báru áhyggjur eins og oft er á stórum heimilum. Ég lærði snemma að lesa stemminguna og vissi hvenær best var að tala og hvenær ég ætti að hverfa inn í mínar dýpstu hugsanir. Þögnin var stundum öruggari en orðin. Sem barn var ég bæði viðkvæmur og þrjóskur, ég elskaði að syngja og dansa, og dvelja í litríkum heimi söngleikja og drauma. En á sama tíma myndaðist önnur hlið, ég varð uppreisnargjarn, þrjóskaðist gegn reglum og fór eigin leiðir. Foreldrar mínir áttu erfitt með að hemja mig og útivistarbönn voru þeirra helsta úrræði en ég fann alltaf leiðir til að komast hjá þeim. Ég laumaðist út á kvöldin, sveigði reglur og prófaði sífellt mörkin. Ein minning frá þessum árum stendur þó skýrt upp úr. Ég sat í kvikmyndahúsi með eldri strákum sem ég leit upp til. Í sakleysi mínu kallaði ég af innlifun "Passaðu þig!" þegar hetja myndarinnar lenti í hættu. Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði „haltu kjafti, auminginn þinn“ Það var eins og tíminn stöðvaðist, augun fylltust af tárum en enginn fékk að sjá þau. Þarna skelltist hurð sem hefur ómað innra með mér í áraraðir. Viðkvæmnin var lokuð inni í herbergi hugans, og slagbrandur settur fyrir. Kaldhæðni, fjarlægð og afneitun tóku við. Ég taldi mig ekki lengur særanlegan eða þannig sannfærði ég mig. Ég leit stórt á mig á skólaárunum og lét ekki segja mér fyrir verkum, mótmælti og hélt í eigin skoðanir. En undir yfirborðinu bjó ótti. Ótti við að mistakast, við að bregðast. Betra að virðast kærulaus en að reyna og falla. Smám saman fór ég að trúa því sjálfur að þetta væri einfaldlega minn eðlilegi karakter. Unglingsárin voru tími flótta, ég fann félaga sem hugsaði svipað og við grínuðumst með allt sem var raunverulegt og heiðarlegt. Svo komu drykkirnir, fyrst áfengi og svo sterkara. Á meðan áhrifin stóðu yfir fannst mér eins og hurðirnar opnuðust, eins og líf kæmi aftur í herbergi hugans. En þegar allt grín þagnaði var ég fastari en áður. Hegðun sem átti að veita mér frelsi, batt mig enn fastar. Ég valdi aðstæður sem héldu mér í sömu gömlu mynstrunum og uppreisnin sem eitt sinn verndaði mig, varð að fjötrum. Ég hélt áfram að klæðast grímunni ekki vegna styrks, heldur vegna ótta. Í gegnum lífið og með tímanum kviknaði innsýn. Ég áttaði mig á því að stærsta fangelsið var ekki heimurinn í kringum mig, heldur það sem ég ól innra með mér. Fangelsi hugans, byggt úr ótta, skömm og bældum minningum sem ég hafði ég sjálfur smíðað, múrstein fyrir múrstein. Ferðin til frelsis hófst ekki með dramatík heldur með einlægni. Með því að segja "Ég get þetta ekki lengur, viltu hjálpið mér". Að leita hjálpar og horfast í augu við sársaukann og snúa aftur inn í herbergin sem höfðu verið læst svo lengi að ég hafði gleymt þeim. Þar leyndust minningar, mistök og missir, en líka dýrmæt innsýn, tenging og styrkur. Með hverju skrefi fann ég meira rými. Þegar ég sá mynstrin skýrar, missti óttinn vald sitt. Óskapnaðurinn sem hafði vaktað hurðarnar reyndist ekki skrímsli heldur hluti af mér sem aldrei hafði fengið að tala. Í gegnum áratuga ferðalag hef ég hitt ótal manneskjur sem hafa gengið svipaðan veg. Ég sé sársaukann í augum þeirra, stífleika í líkamsstöðunni og þungann á herðum þeirra. Ég sé hann líka í ungmennum sem eru að stíga sömu skref og ég, jafnvel áður en þau hafa fengið raunverulegt tækifæri spreyta sig í lífinu. Öll þekkjum við söguna um Don Kíkóta og ég sé hana svona: Hann sem steig út fyrir ramma hversdagsleikans, barðist við vindmyllur sem hann sá sem risaeðlur og varð að hlátursefni heimsins. En fyrir mér hefur hann alltaf verið eitthvað annað og meira. Hann var maður sem þorði að fylgja hjartanu, jafnvel þótt það virtist fáránlegt. Hann var ekki að flýja raunveruleikann, heldur var hann að skapa sinn eigin sannleika sem hann gat lifað með. Ferðalagið mitt líkist hans á vissan hátt. Ég hef líka barist, ekki við vindmyllur, heldur við skugga, fortíð, sjálfsmyndir sem öðrum fannst kannski ekki raunverulegar, en fyrir mér voru þær ógnvekjandi. Ég stóð oft einn með sverðið í hönd, með hlæjandi heiminn á móti mér, en upplifði að ef ég myndi leggja það frá mér, þá væri ég ekki lengur ég. Kannski er þetta það sem lífið snýst um. Ekki að reyna að vinna allar orrusturnar, heldur að velja þær sem skipta máli. Að halda áfram að mæta í eigið líf dag eftir dag, hurð eftir hurð. Að vera, eins og Don Kíkóti, trúr þeirri sýn sem gefur manni merkingu, styrk og von. Ljósinu sem ég leitaði að fann ég ekki í öðrum, það kviknaði þegar ég hætti að flýja sjálfan mig. Og þegar ég horfi til baka, þá var stærsta skrefið það einfaldasta. Að segja það orð sem opnaði fyrstu hurðina. Hjálp! Höfundur er mannvinur og kennari.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun