50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. ágúst 2025 10:32 Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Landamæri Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun